Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 67

Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 67
Sálmabók kirkjunnar og söngbækur sem gefnar eru út í hennar nafhi, geyma þá texta sem staðfestir hafa verið til notkunar í kirkjunni. Þegar nota á í helgihaldi kirkjunnar aðra texta en þar eru skráðir þarf að velja þá með aðgát um innihald. Um samspil tónlistar og atferlis safnaðarins Safnaðarsöngur getur verið meira en þátttaka í söng. Sérstaklega á það við þegar kirkjur eru stórar og rúmgóðar, eins og víða er í stórum söfnuðum. Það er fom hefð kirkjusöngsins að leggja rækt við hina sungnu þátttöku safnaðarins þegar hún fer saman við hreyfingu í kirkjurýminu. Þar er einkum átt við inngönguna til helgihaldsins í upphafí guðsþjónustunnar, en einnig við gönguna til Guðs borðs. Innganga safnaðar til guðsþjónustu er táknuð annarsvegar í inngöngu þeirra sem þjóna að messunni, en hinsvegar í því að söfnuðurinn ris úr sætum, beinir sjónum sínum að altari Guðs og tekur undir inngöngusönginn. Frá upphafi var almennur söngur safnaðarins einkennandi við gönguna til Guðs borðs. Hvetja þarf til þess að allur söfnuðurinn eigi kost á að syngja um leið og hann gengur innar. Hljóðfæraleikur eða kórsöngur fyrir þau sem innar ganga eða sitja í sætum sínum meðan altarisganga fer fram, þjónar síður þessari megináherslu tilbeiðslunnar en almenn þátttaka í söng. Kirkjan gengur inn til fundar við Drottin sem kemur á móti henni og mætir henni í orði sínu og við borð sitt, til þess að láta senda sig út til þjónustu við náungann. Það er frumskylda kirkjutónlistarinnar að þjóna þessu erindi hennar fyrst og ffemst... Um meginstefnu næstu ára. í tónlistarstefnunni er fjallað um meginstefnu til næstu ára, eins og fram kemur í tillögunni. Henni er skipt í þrennt og skal hér útlistuð nánar. Um kirkjusönginn Leggja skal rækt við almennan söng safnaðarins til þess að þau sem vilja iðka og næra trú sína eigi þess kost að taka undir söng við guðsþjónustur og annað samkomuhald í kirkjunni. Með því axlar söfnuðurinn aukna ábyrgð í helgihaldinu og stór hluti hans verður virkur hverju sinni. Sérstaklega eru prestar og söngstjórar hvattir til að styðja almennan söng við kirkjuathafnir svo sem útfarir, hjónavígslur, skírnir og fermingar. Prestar og organistar bera ábyrgð á tónlistinni við allar kirkjuathafnir. Þeir skulu sjá til þess að tónlistin samrýmist ævinlega tilefhi og umhverfi helgidómsins. Lögð er áhersla á þá meginreglu að nota ævinlega lifandi tónlist við athafnir kirkjunnar, þegar hægt er að koma því við, en láta ekki hljóðritanir koma í staðinn. I Sálmabókinni er að finna reynslusjóð trúarsamfélagsins og grundvallaratriði kenningar og trúarlífs heilagrar almennrar kirkju samkvæmt vitnisburði evangelisk- lútherskar játningar. Sálmabók kirkjunnar skal notuð við guðsþjónustur og helgihald kirkjunnar. Nota má sálma og söngva utan Sálmabókar ef prestur og organisti eru sammála um það. Þannig er t.d. íslensk hefð að syngja ættjarðarlög við útfarir. Ef um veraldlega tónlist og texta er að ræða þarf að gæta vandlega að því hvað er við hæfi. Verði ágreiningur í þessum efnum skulu prestar og organistar finna sameiginlega lausn sem þjónar grundvallarmarkmiðum kirkjusöngsins. 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.