Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 89

Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 89
d) Nefndin og prófastar hafa samráð varðandi auknar þarfir á kirkjulegri þjónustu á slysstað. e) Nefndin hefur á útkallslista sérþjálfað fagfólk (“Viðbragðahópur”) og annað starfsfólk kirkjunnar og saínaðanna, sem hún getur sent á vettvang ef þörf er á. Einnig hefur nefndin umboð til að kalla aðra starfsmenn kirkjunnar til þeirra verka/þjónustu sem hún telur þörf á. Prófastur hefur umboð til að senda prest út fyrir prestkall sitt þegar nauðsyn krefur. f) Prófastur í samráði við Hópslysanefnd ber ábyrgð á stuðningi við presta og starfsmenn kirkjunnar sem unnið hafa við stórslys og/eða verið undir miklu álagi vegna stuðnings við syrgjendur. g) Prófastur í samráði við sóknarprest metur þörf á aukinni kirkjulegri þjónustu við söfnuðinn eftir slysið og leita til biskups telji þeir þörf á. h) Nefndin sér um að kynna Neyðarskipulag kirkjunnar fyrir starfsmönnum kirkjunnar og öðrum þeim sem málið varðar og skal í því skyni útbúin sérstök handbók, “Neyðaráætlun kirkjunnar”, sem afhent skal hverjum starfsmanni. Einnig stuðlar nefndin að þvi að tiltækt sé stuðnings- og fræðsluefni sem hentað gæti við þær aðstæður sem skapast er stórslys verða. i) Nefndin skal leitast við að koma á og viðhalda góðu sambandi við fjölmiðla, þannig að samstarf við þá verði sem best þegar stórslys verða. j) Nefndin vinnur að stöðugri endurskoðun á starfsháttum og skipulagi kirkjunnar varðandi viðbrögð hennar við stórslysum. III. Útkallskerfi Á hverju svæði (oftast eitt eða fleiri prófastsdæmi) er til bakvaktakerfí presta. Það gegnir jafnframt hlutverki útkallskerfis vegna stórslysa. Ef um stórslys er að ræða ræsir vakthafandi prestur prófast eða fulltrúa hans og virkjar með því neyðarskipulag kirkjunnar. I undantekningartilvikum getur prestur eða annar fulltrúi á vettvangi virkjað hópslysanefnd beint, ef ekki næst í prófast eða fulltrúa hans. Stefnt skal að því að hvert svæði sé sem mest sjálfu sér nægt um bjargir og kalli ekki eftir frekari aðstoð fyrr en fyrirsjáanlegt er að bjargir heima fyrir dugi ekki. Ef hérað er af einhverjum ástæðum ófært um að virkja eigið hjálparkerfi, þarf hópslysanefnd að kalla út viðbragðahóp. IV. Kostnaður Kirkjuráð samþykki fjárhagsáætlun nefndarinnar og standi skv. henni straum af kostnaði vegna nefndarstarfa og vegna menntunar og þjálfunar þeirra starfsmanna og sjálfboðaliða kirkjunnar sem að þessum málum koma. Hjálparstarf kirkjunnar leggur út fyrir kostnaði vegna neyðaraðgerða skv. umboði nefndarinnar. Kirkjuráð endurgreiðir þennan kostnað sérstaklega. Héraðssjóðir greiða kostnað starfsmanna kirkjunnar vegna æfínga innan eigin aðgerðarsvæðis. Kostnaður vegna starfsmanna sem sendir eru á vegum nefndarinnar milli landshluta vegna æfínga greiðist af kirkjuráði. V. Önnur verkefni Unnin hafa verið drög að skipuriti sem verður betur kynnt síðar. Þá bíða ýmis verkefni á næstunni sem nefndin þarf að sinna: 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.