Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 5
5
KIRKJA OG KRÍSUR – Í FORTÍð, NúTÍð OG FRAMTÍð
fyrir – í fortíð, nútíð og framtíð. Fjórir höfundar sem allir eru guðfræð-
ingar fjalla um efnið frá ólíkum sjónarhornum og greina orsakir jafnt sem
afleiðingar þeirra krísa sem um er fjallað. Sameiginlegt stef þemagrein-
anna er að krísa sé ekkert nýtt í kirkjulegu samhengi, allra síst í hinu
evangelísk-lútherska kirkjudeildarsamhengi sem íslenska þjóðkirkjan til-
heyrir. Uppgjör Marteins Lúthers við rómversk-kaþólsku kirkjuna á 16.
öld var knúið áfram af hugmyndum um endurmat, iðrun og siðbót sem
hann taldi nauðsynlegt að færi fram í hverri samtíð, samanber hið þekkta
slagorð mótmælendahreyfingarinnar á 17. öld: Ecclesia semper reformanda
est! Hin evangelísk-lútherska kirkja er sjálf afurð stórpólitískrar kirkju-
krísu og því auðvelt að draga þá ályktun að krísa sé stöðugt viðfangsefni
kirkjunnar, einstaklinga, safnaða og kirkjustjórna.
Í fyrstu þemagreininni fjallar Hjalti Hugason um á hvern hátt
evangelísk-lútherska þjóðkirkjan á Íslandi brást við nútímanum um alda-
mótin 1900 og fram yfir miðja 20. öld. Á þessu tímabili mætti kirkjan
tveimur krísum, annars vegar þeirri heimsmynd sem fylgdi nútímanum og
nefna má náttúruvísindalega raunhyggju og hins vegar krísunni við upphaf
kalda stríðsins. Við upphaf 20. aldar leitaðist kirkjan við að mæta nýjum
aðstæðum með viðhorfum og aðferðum aldamótaguðfræði og spíritisma.
Hjalti færir rök fyrir því að þessi viðbrögð hafi haft jákvæð áhrif sem
styrkt hafi samstöðu kirkju og þjóðar. Í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar
voru aðstæður hins vegar breyttar. Tvísýn staða heimsmála í upphafi kalda
stríðsins skapaði krísu sem endaði með sigri þjóðernislegrar söguhyggju
innan kirkjunnar. Í hinni kirkjulegu söguhyggju fólst innhverfur þáttur
sem leiddi til afturhvarfs til hákirkjulegra hefða og tákna sem allt til þessa
hefur átt miklu fylgi að fagna í kirkjunni. Samkvæmt greinarhöfundi er
það fyrst hin síðari ár að gætt hefur spennu innan kirkjunnar vegna sögu-
hyggjunnar, nokkuð sem vel hafi komið fram í stefnumörkun kirkjunnar
varðandi hjónaband samkynhneigðra á áratugnum eftir tvö þúsund. Við
upphaf 21. aldar þykir Hjalta sem íslenska þjóðkirkjan standi á þröskuldi
nýrrar krísu. Fjölhyggja og einstaklingshyggja hafa rutt sér til rúms og
í því ljósi þurfi þjóðkirkjan að spyrja hvort sú þjóðlega söguhyggja sem
hefur verið ríkjandi innan hennar frá því um miðja síðustu öld sé gott
veganesti inn í hina nýju öld eða hvort hún sé líklegri til að verða kirkj-
unni fjötur um fót og einangra hana.
Grein Sigurjóns Árna Eyjólfssonar dregur upp mynd af íslensku þjóð-
kirkjunni nú um stundir og kirkjuskilningi þekktra samtímaguðfræðinga.