Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 114
114
voru ofnar margvíslegum dulspekilegum þráðum og var ætlað að brjóta
niður röklega boðskiptavirkni tungumálsins.36 Táknkenning symbólism-
ans grundvallaðist á hugmynd um „andartök galdurs“, þegar hugveran
næði að „brjótast inn á hulin svið raunveruleikans fyrir tilstilli táknrænna
orða“.37 Í textanum „Lykill að leyndardómunum“ frá 1904 tengir Valerij
Brjúsov þessi andartök við galdramátt tungumálsins, er þjóni sem lykill
að ríki yfirnáttúrulegs og ósvikins lífs er spretti af innsæi: „Þessar opnanir
eru andartök algleymis, ýtrasta innsæis, er færa mönnunum annan skilning
á fyrirbærum heimsins, sem teygir sig dýpra undir hulu þeirra og inn að
kjarnanum.“38
„Yfirrökvísu tungumáli“ kúbó-fútúristanna má lýsa sem róttækri
útfærslu þessarar kenningar um symbólið. Orðinu „zaúm“ bregður fyrst
fyrir árið 1913 í textanum „Orðið sem slíkt. Um listaverk“ eftir Krútsjonykh
og Khlebnikov, þar sem það er tengt notkun „sundurhöggvinna orða, hálf-
orða og undursamlegra og margslunginna tengsla þeirra“, er geti af sér
nýtt skáldlegt tungumál sem „hefur tortímt stirðnuðu tungumáli fortíðar-
innar“.39 Lýsingar á skáldskaparfræðilegum undirstöðum þessa nýja tungu-
máls má m.a. finna í textunum „Nýjar leiðir orðsins“40 og „Ávarp orðsins
sem slíks“ eftir Krútsjonykh, sem báðir birtust árið 1913:
36 Rússneska orðið „заум“ er samsett úr forskeytinu „за“, sem merkir „handan við“
og orðinu „ум“ sem merkir vit, skynsemi eða rökhugsun. Einnig má greina skýrar
vísanir í orðið „муза“ eða „músa“, þar sem brenglritunin vísar til nýs tungumáls er
leysir skáldskapargyðju fortíðar af hólmi. Sjá nánar Léon Robel, „Die Manifeste
der russischen literarischen Avantgarde“, bls. 188.
37 Irina Gutkin, „The Magic of Words. Symbolism, Futurism, Socialist Realism“, bls.
233–234.
38 Valerij Brjúsov [Валерий Брюсов], „Ключи тайн“, Literarische Manifeste. Vom
Symbolismus zur Oktoberrevolution, bls. 27–30, hér bls. 28; Valerij Brjúsov [V.
Bryusov], „Keys to the Mysteries“, þýð. Ronald E. Peterson, The Russian Symbolists.
An Anthology of Critical and Theoretical Writings, ritstj. R.E. Peterson, Ann Arbor:
Ardis, 1986, bls. 52–64, hér bls. 63.
39 Aleksej Krútsjonykh og Velimir Khlebnikov [Алексей Крученых; Велимир
Хлебников], „Слово как таковое. О художественных произведениях“, Die Mani-
feste und Programmschriften der russischen Futuristen, bls. 80–82, hér bls. 82; Aleksej
Krútsjonykh og Velimir Khlebnikov [A. Kručonych; V. Chlebnikov]. „[Über Kunst-
werke]“, þýð. Peter Urban og Rosemarie Ziegler, V. Khlebnikov, Werke, 2. bindi,
bls. 109–114, hér bls. 113.
40 Aleksej Krútsjonykh, „Nýjar leiðir orðsins“, þýð. Árni Bergmann, Yfirlýsingar, bls.
187–201; Aleksej Krútsjonykh [Алексей Крученых], „Новые пути слова (язык
будущего смерть символизму)“, Die Manifeste und Programmschriften der russischen
Futuristen, bls. 64–73.
BENEDIKT HJARTARSON