Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 177
177
nöfnum í tónlist vera Íslendingar í kringum 2030“.23 Þessi menningar-
framleiðsla sem Hallgrímur lýsir – með öllu því andrúmslofti orku, upp-
byggingar, hugmynda, sjálfsöryggis og oftrúar á getu Íslendinga sem henni
fylgir – einkennir miðbæinn eða 101-svæðið. En hún er um leið táknmynd
fyrir óraunsæjar vaxtarhugmyndir í íslensku menningar- og viðskiptalífi
þensluáranna, hugmyndir sem leiddu að lokum til fjármálahrunsins í októ-
ber 2008. Í skrifum Hallgríms eru þessar hugmyndir þó nær eingöngu
bundnar við menningarlífið og því ber að halda til haga.
Ekki er síður mikilvægt að hafa í huga að dregnar eru upp háðslegar
og gagnrýnar lýsingar á efnahagslegri grósku og uppgangi í skáldverkum
Hallgríms. Í Þetta er allt að koma, 101 Reykjavík og Roklandi er m.a. gert grín
að oflæti, neyslu, bruðli og óhófi í íslensku samfélagi og að mörgu leyti eru
þessar sögur andkapítalískar. Í síðastnefndu sögunni er m.a. að finna þessa
lýsingu:
Þið eruð hermenn heimskunnar. Þrælar þeirrar tækni sem átti að
þjóna ykkur. Eins og nýríkir nirflar hafið þið grafið ykkur niður í
bólstraða skotgröfina, fullgræjaða stofuna; ykkar litla vestræna heim
með bílskúr, garði og hekki í kring og haldið að hann sé óvinnandi
vígi. Klyfjaðir vopnum hóglífisins verjist þið Vestræningjunum þrem-
ur; hinum ímynduðu óvinum allsnægtanna: Myrkrinu, Þögninni
og Einverunni. Vopnaðir tölvum, músum, íhlöðum, farsímum,
hleðslutækjum, prenturum, skönnurum, brennurum, myndavélum,
kortalesurum, lófatölvum, myndbandstækjum, geislaspilurum, upp-
tökuvélum, örbylgjuofnum, brauðristum, blöndurum, rjómaþeyt-
urum, ryksugum, þvottavélum, þurrkurum, gasgrillum og rúllu-
baggavélum rogist þið fram á vígvöllinn gegn þessum aldurhnignu
óvinum sem engum vopnum beita nema sjálfum sér: Þeirri ógn sem
þið óttist þó mest.24
23 Hallgrímur Helgason, „Reykjavík Rocks – for Merian, German Travel Magazine“:
„If things continue as they have in the last years, then by 2030 five of the ten
biggest names in music will be Icelandic.“
24 Hallgrímur Helgason, Rokland, Reykjavík: Mál og menning, 2005, bls. 204. Þá má
einnig benda á lífsgæðakapphlaup foreldra Ragnheiðar Birnu í Þetta er allt að koma
og fjölskylduboðið í 101 Reykjavík sem Hlynur Björn fer í á jóladag til systur sinnar
en þar er langur kafli um „örbylgjumóðurina“ Elsu og þægindi nútímaheimilis. Sjá
Hallgrímur Helgason, Þetta er allt að koma, Reykjavík: Mál og menning, 1994, bls.
26; Hallgrímur Helgason, 101 Reykjavík, Reykjavík: Mál og menning, 1996, bls.
83–84.
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“