Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 60
60
„Hinum ógiftu og ekkjunum segi ég að þeim er best að halda áfram að
vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau
í hjónaband því að betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd“
(v. 8-9). Hið ranga kynlíf er allt kynlíf sem ekki fer fram innan hjónabands-
ins. Það er fordæmt sem synd gegn vilja Guðs sem skapað hefur kynlífið
fyrir hjónabandið. Kynlíf og hjónaband er því ófrávíkjanlega samtengt
enda eru flestir hæfir til að vera í hjónabandi en aðeins örfáum hlotnast sú
náðargjöf Guðs að lifa einir og vera skírlífir (sbr. 1Kor 7.7).
Ágústínus skilyrti allt kynlíf innan hjónabandsins og gat einungis sætt
sig við það sem tæki til að fjölga mannkyni. Kynlíf sem ekki hafði fjölgun
að tilgangi var syndsamleg sjálfsfróun og sjálfselska en hjónaband var hins
vegar sáttmáli um það að gerast foreldrar. Af eigin reynslu af kynlífi utan
lögmæts hjúskapar áður en hann snerist til kristni dró Ágústínus síðar þá
ályktun að allt hefði það verið „gálaust girndarráð, án vits og athuga“.17
Í skrifum hans kemur fram það viðhorf að ef syndin hefði ekki komið til
hefði verið mögulegt að fjölga sér á skynsamlegan og yfirvegaðan hátt,
svipað og þegar sáð er í akur. Kynlíf án girndar virtist honum þó vart
mögulegt – ekki einu sinni innan hjónabands – og því er allt kynlíf markað
syndinni, að meira eða minna leyti.18
Kaþólski siðfræðingurinn Christine Gudorf bendir á að hið neikvæða,
fornkristna viðhorf til kynlífs eins og það sem birtist hjá Ágústínusi byggist
á þeirri forsendu að kynlíf sé svo máttugt fyrirbæri að manneskjan missi
alla stjórn á sér við ástundun þess. Að vera stjórnlaus sé siðferðilega illt
því það geri manneskjuna ábyrgðarlausa og leiði til þess að hún forsómi
siðferðilegar skyldur sínar. Í augum margra kirkjufeðra og trúarleiðtoga,
ályktar Gudorf, var ímynd hins góða, kristna manns því sú að hann skyldi
forðast kynlíf eins og heitan eldinn og leitast við að uppfylla hjúskapar-
skyldur sínar með eins lítilli kynlífsánægju og mögulegt væri.19
að fólk giftist til að forðast saurlífi. Síðar í sama kafla skrifar hann: „Um einlífi hef
ég enga skipun frá Drottni. En álit mitt læt ég í ljós eins og sá er hlotið hefur þá
náð of Drottni að vera trúr.“ (v. 25). Hér er vert að geta þess að meinlætalíf (e.
asceticism) á sér ekki aðeins djúpar rætur í kristinni siðmenningu heldur nær hún
allt aftur til Forn-Grikkja.
17 Ágústínus. Játningar, þýðandi Sigurbjörn Einarsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs, 1962, bls. 80.
18 Ágústínus, On Marriage and Concupience, 1. bók, 17. kafli, sótt 15. maí 2012 af http://
www.newadvent.org/fathers/15071.htm.
19 Christine E. Gudorf, Body, Sex and Pleasure: Reconstructing Christian Sexual Ethics,
Cleveland: Pilgrim Press 1994, bls. 81–83.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR