Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 14
14
ustur vera orðnar stopular jafnvel í þéttbýlum héruðum.16 Þróun kvöld-
máltíðarsiðarins hafði orðið stórstígari en altarisgöngum hafði stórfækkað.
Brá biskup upp þeirri mynd að um 1860–1870 hafi langflestir fermdir ein-
staklingar tekið þátt í altarisgöngunni á hinum „stóru altarisdögum“, ekki
síst á Norðurlandi. Um 1890 er skýrslugerð hófst hafi veruleg hnignun
verið orðin þannig að um þriðji hver fermdur maður hafi tekið reglu-
legan þátt í altarisgöngu en um 1915 hafi varla meira en 10. hver gengið
til altaris. Þátttaka var misjöfn eftir landshlutum þannig að á Suðurlandi
(austanfjalls) hafi um fimmti hver fermdur einstaklingur verið til altaris
en rösklega 20. hver á Norðurlandi. Virtist biskupi hlutföllin hafa haldist
nokkuð stöðug frá því um 1890.17
Þátttaka í kvöldmáltíðinni er einn af mælikvörðunum á kirkjulega virkni
fólks. Við túlkun hans ber að hafa í huga að hefðbundinn altarisgöngusiður
hér á landi einkenndist af mikilli festu fram á síðari hluta 19. aldar, þ.e.
langflestir fermdir einstaklingar gengu til altaris en þó aðeins einu sinni
eða hugsanlega tvisvar á ári. Var hér byggt á hefð sem komist hafði á fyrir
siðaskipti er miðað var við að allir sem náð hefðu tilskildum þroska gengju
til altaris um páskaleytið.18 Um aldamótin 1900 var þessi siður sýnilega
að leysast upp. Síðar á 20. öld efldist altarisgöngusiðurinn að nýju en þá
þannig að altarisgöngur urðu fastur liður í guðsþjónustu (messu) margra
safnaða og að tiltölulega fastmótaður en lokaður hópur safnaðarfólks tók
að neyta sakramentisins oft á ári, sumir jafnvel vikulega. Má þar með segja
að komið sé fram nýtt altarisgöngumynstur sem ekki hafi verið til staðar
í landinu fyrr en nú á dögum og hefði á fyrri öldum verið talið fela í sér
ofneyslu sakramentisins. Í þessu sambandi má benda á að fyrr á tíð mynd-
uðu hinar strjálu en almennu altarisgöngur sameiningarband í samfélaginu
almennt meðan tíðar altarisgöngur fámenns hluta safnaðarins stuðla frem-
ur að uppbyggingu altarisgöngusafnaðarins inn á við en einangrun hans út
á við.
Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst að framámenn íslensku þjóð-
kirkjunnar veltu stöðu hennar meðal þjóðarinnar alvarlega fyrir sér á
fyrstu áratugum 20. aldar. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að þjóðkirkj-
una væri að daga uppi, áhrif hennar meðal þjóðarinnar færu þverrandi,
kirkjur stæðu víða hálftómar, þjóðkirkjan væri að verða úti á þekju þjóðlífs-
16 Sama rit, bls. 102–103.
17 Sama rit, bls. 103–104.
18 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, Íslensk þjóðmenning, 5. bindi, ritstj. Frosti
F. Jóhannsson, Reykjavík: Þjóðsaga, 1988, bls. 76–339, hér bls. 223–229.
HJALTI HUGASON