Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 15
15
ins. Með þessu er ekki sagt að ýmsir prestar hafi ekki gegnt margvíslegum
forystuhlutverkum í samfélaginu. Umhugsunarefni er þó hvort þeir hafi
ekki fremur gert það sem menntamenn og embættismenn en sem prestar
í þröngum skilningi.
Ýmsar ástæður voru taldar fyrir þessari þróun allt frá köldum kirkju-
húsum og almennu losi á guðsþjónustuhaldi til ófullnægjandi innlifunar
presta í þjónustu sína og embætti. Áhugaverð er þó hugmyndasöguleg
skýring sem Björn Jónsson (1858–1924) í Miklabæ hélt á lofti á almennu
prestastefnunni á Hólum 1910. Hann gat þess að honum hafi verið
kenndir ýmsir trúarsiðir í æsku og hann orðið trúað barn. Á hinn bóg-
inn hafi ekki mikið verið talað um trú og trúarlíf í uppvexti hans en þó
hafi hann aldrei heyrt efasemdir reifaðar. Taldi hann á hinn bóginn að
um 1870 hafi efasemdabylgja vaknað í landinu, m.a. fyrir áhrif frá kenn-
ingum Charles Darwin (1809–1882), og upp úr 1880 hafi mjög kveð-
ið að trúargagnrýni, ekki síst á ritstjórnarárum Valdimars Ásmundssonar
(1852–1902) á Fjallkonunni (frá 1884). Bestur jarðvegur fyrir þessa hreyf-
ingu var að mati Björns í Þingeyjarsýslu.19 Þessi 100 ára gamla sögutúlkun
Björns Jónssonar er áhugaverð og verður stuðst við hana hér. Ljóst er að
í Suður-Þingeyjarsýslu gætti frjálslyndra og síðar beinlínis kirkjugagnrýn-
inna sjónarmiða allt frá því Einar Ásmundsson (1828–1893) í Nesi hóf
baráttu sína fyrir trúfrelsi á 7. áratug 19. aldar.20 Líkra hreyfinga kann og
að hafa gætt annars staðar á landinu þótt hvorki væru þær ámóta kröftugar
og í Þingeyjarsýslu né hafi þeim verið gerð jafn góð skil.21
19 Hjalti Hugason, „„... úti á þekju þjóðlífsins““, bls. 106–109; Björn Jónsson,
„Fyrirlestur síra Björns í Miklabæ“, bls. 217–221. Valdimar Ásmundsson var Þing-
eyingur og má líta á hann sem afsprengi frjálslyndishreyfingarinnar í sýslunni. Jón
Guðnason, „Valdimar Ásmundsson“, Merkir Íslendingar, 6. bindi, Jón Guðnason
bjó til prentunar, Reykjavík: Bókfellsútgáfan, 1967, bls. 67–76.
20 Gunnar Karlsson, Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 1977; Þórður Helgason, „Rithöfundurinn Þorgils
gjallandi“, Ritsafn, 1. bindi, ritstj. Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason,
Hafnarfjörður, Skuggsjá, 1982, bls. 9–107, hér bls. 12–28; Hjalti Hugason, „„Mér
finnst þetta vera hið sama sem að biðja um að sinni trú verði eytt ...“: greining á
alþingisumræðum um trúfrelsi 1863 og 1865“, Ritröð Guðfræðistofnunar 22/2006,
bls. 43–80.
21 Guðmundur Hálfdánarson, „Til móts við nútímann“, Kristni á Íslandi. Reykjavík:
Alþingi, 2000, bls. 133–138, hér bls. 136.
KIRKJA Í KRÍSU