Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Side 172
172
í janúar- og febrúarmánuði 2009. Þar varð hann svo frægur að berja á bíl
forsætisráðherrans, Geirs Haarde, þegar Geir ætlaði að láta sig hverfa eftir
mótmæli fyrir framan Stjórnarráðið.9
Allt að springa af listrænni orku
Í uppgjörinu eftir íslenska efnahagshrunið hafa vaknað spurningar um
siðferðilega ábyrgð, m.a. þrálát gagnrýni á tengsl ýmissa einstaklinga við
fjármálalífið sem áberandi eru í stjórnmálum, fjölmiðlum og menning-
unni, ekki síður en á stjórnendur og eigendur bankanna á þensluárunum.
Í þeim anda hafa ýmsir sótt að Hallgrími og ásakað hann fyrir að styðja
við bakið á útrásinni, taka þátt í veislunni og syngja útrásarvíkingum lof.
Jafnan er um að ræða fremur ómálefnalega og órökstudda gagnrýni sem
á sér þó rætur í skrifum Hallgríms og höfundarímynd, bæði í opinberri
gagnrýni hans á Davíð Oddsson, afskiptum hans af Baugsmálinu, og svo
í skrifum hans í dagblöð fyrir og eftir aldamót. Þar vegsamar Hallgrímur
útrás íslenskra listamanna á hátt sem minnir um margt á tungutakið sem
einkenndi viðskiptaútrásina nokkrum árum síðar. Þótt vissulega sé eðlis-
munur á útrásarhreyfingunum tveimur eru báðar litaðar af hugarfari sem
mótað er af oftrú á sérstöðu og velgengni Íslendinga erlendis.
Á útrásarárunum voru uppi hugmyndir um að skapa á Íslandi alþjóðlega
fjármálamiðstöð. Á svipaðan hátt sér Hallgrímur Reykjavík sem menn-
ingarborg á heimsmælikvarða, ungir og efnilegir listamenn veki athygli
erlendis og séu um leið að laða útlendinga til landsins: „Það eru krakkarnir
sem eru að skapa Reykjavík nafn,“ segir Hallgrímur í pistlinum „Kid City“
í febrúar 2001.10 Í viðtali við The Reykjavík Grapevine sumarið 2004 ræðir
hann stöðu borgarinnar á svipuðum nótum og segir að „við getum þakkað
Björk […] sjálfsálit okkar og sterka sjálfsvirðingu, heil kynslóð hefur vaxið
9 Sjá t.d. „Hallgrímur barði á bíl Geirs“, DV 22. janúar 2010. Fréttin, sem birtist á
vefmiðli DV, er á þessa leið: „Ég bankaði á bílrúðuna hjá honum og sagði honum
að segja af sér,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur sem tók virkan þátt í
mótmælum gærdagsins við Stjórnarráðið. Hann var einn af þeim sem söfnuðust um
ráðherrabifreið Geirs H. Haarde. „Ég treysti því að hann geri það. Hann gerir allt
sem honum er sagt að gera. Hann er svo hlýðinn maður,“ segir Hallgrímur en bætir
við að forsætisráðherrann hafi ekki verið í neinni hættu af þessum sökum. DV hefur
heimildir fyrir því að Geir hafi gefið sig á tal við fréttaljósmyndara á vettvangi og
spurt hvort þeir hefðu náð mynd af aðförum Hallgríms. Hvað forsætisráðherrann
hefur viljað með myndina er hins vegar ekki vitað.“ Sótt 12. júní 2012 af http://
www.dv.is/frettir/2009/1/22/skipadi-geir-ad-segja-af-ser/.
10 Hallgrímur Helgason, „Kid City“, DV 17. febrúar 2001, bls. 18.
ALDA BJöRK VALDIMARSDÓTTIR OG GUðNI ELÍSSON