Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 172

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 172
172 í janúar- og febrúarmánuði 2009. Þar varð hann svo frægur að berja á bíl forsætisráðherrans, Geirs Haarde, þegar Geir ætlaði að láta sig hverfa eftir mótmæli fyrir framan Stjórnarráðið.9 Allt að springa af listrænni orku Í uppgjörinu eftir íslenska efnahagshrunið hafa vaknað spurningar um siðferðilega ábyrgð, m.a. þrálát gagnrýni á tengsl ýmissa einstaklinga við fjármálalífið sem áberandi eru í stjórnmálum, fjölmiðlum og menning- unni, ekki síður en á stjórnendur og eigendur bankanna á þensluárunum. Í þeim anda hafa ýmsir sótt að Hallgrími og ásakað hann fyrir að styðja við bakið á útrásinni, taka þátt í veislunni og syngja útrásarvíkingum lof. Jafnan er um að ræða fremur ómálefnalega og órökstudda gagnrýni sem á sér þó rætur í skrifum Hallgríms og höfundarímynd, bæði í opinberri gagnrýni hans á Davíð Oddsson, afskiptum hans af Baugsmálinu, og svo í skrifum hans í dagblöð fyrir og eftir aldamót. Þar vegsamar Hallgrímur útrás íslenskra listamanna á hátt sem minnir um margt á tungutakið sem einkenndi viðskiptaútrásina nokkrum árum síðar. Þótt vissulega sé eðlis- munur á útrásarhreyfingunum tveimur eru báðar litaðar af hugarfari sem mótað er af oftrú á sérstöðu og velgengni Íslendinga erlendis. Á útrásarárunum voru uppi hugmyndir um að skapa á Íslandi alþjóðlega fjármálamiðstöð. Á svipaðan hátt sér Hallgrímur Reykjavík sem menn- ingarborg á heimsmælikvarða, ungir og efnilegir listamenn veki athygli erlendis og séu um leið að laða útlendinga til landsins: „Það eru krakkarnir sem eru að skapa Reykjavík nafn,“ segir Hallgrímur í pistlinum „Kid City“ í febrúar 2001.10 Í viðtali við The Reykjavík Grapevine sumarið 2004 ræðir hann stöðu borgarinnar á svipuðum nótum og segir að „við getum þakkað Björk […] sjálfsálit okkar og sterka sjálfsvirðingu, heil kynslóð hefur vaxið 9 Sjá t.d. „Hallgrímur barði á bíl Geirs“, DV 22. janúar 2010. Fréttin, sem birtist á vefmiðli DV, er á þessa leið: „Ég bankaði á bílrúðuna hjá honum og sagði honum að segja af sér,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur sem tók virkan þátt í mótmælum gærdagsins við Stjórnarráðið. Hann var einn af þeim sem söfnuðust um ráðherrabifreið Geirs H. Haarde. „Ég treysti því að hann geri það. Hann gerir allt sem honum er sagt að gera. Hann er svo hlýðinn maður,“ segir Hallgrímur en bætir við að forsætisráðherrann hafi ekki verið í neinni hættu af þessum sökum. DV hefur heimildir fyrir því að Geir hafi gefið sig á tal við fréttaljósmyndara á vettvangi og spurt hvort þeir hefðu náð mynd af aðförum Hallgríms. Hvað forsætisráðherrann hefur viljað með myndina er hins vegar ekki vitað.“ Sótt 12. júní 2012 af http:// www.dv.is/frettir/2009/1/22/skipadi-geir-ad-segja-af-ser/. 10 Hallgrímur Helgason, „Kid City“, DV 17. febrúar 2001, bls. 18. ALDA BJöRK VALDIMARSDÓTTIR OG GUðNI ELÍSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.