Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 110
110
Marinettis, sem kemur víða fram í skrifum kúbó-fútúristanna og verður
einkum áberandi í kjölfar októberbyltingarinnar, þegar kúbó-fútúristar
reyna af auknum mætti að aðlagast hinu nýja ríki. Þannig lýsir Lef-hópurinn
– sem kom í beinu framhaldi af kúbó-fútúrismanum – yfir „endanlegum
aðskilnaði sínum við „skáldlega heimsvaldastefnu“ Marinettis“ árið 1923
og meðlimirnir minna á að þeir „bauluðu hann undireins niður þegar hann
heimsótti Moskvu“ fyrir tíu árum.22 Á rökréttan – en um leið sérkennilega
þverstæðukenndan – hátt er kúbó-fútúristunum lýst sem „hinum fyrstu
og einu í rússneskri list“ sem „fordæmdu stríðið og börðust gegn því með
öllum tiltækum vopnum listarinnar“.23
Umræðan um fyrri gagnrýni kúbó-fútúristanna vísar til Rússlands-
heimsóknar Marinettis árið 1914, sem var skipulögð af Nikolaj Kulbin.
Heimsókninni var ætlað að stuðla að samvinnu fútúristanna í Rússlandi og
á Ítalíu, en leiddi á endanum til harkalegra deilna á milli kúbó-fútúristanna
og Marinettis, sem virðist ekki hafa áttað sig á að í Rússlandi stóðu á þess-
um tíma yfir skæð átök á milli ólíkra hópa „fútúrista“. Harkaleg viðbrögð
kúbó-fútúristanna má ekki síst rekja til þess að komu Marinettis hafði verið
fagnað af Shershenevitsj og öðrum meðlimum „Kvistherbergis skáldskap-
arins“, auk þess sem egó-fútúristar höfðu leitast við að nýta sér heim-
sókn Ítalans.24 Deilurnar sprungu út þegar á fyrsta fyrirlestri Marinettis í
Pétursborg í janúar 1914, þegar dreift var bæklingi eftir Benedikt Livshits
og Velimir Khlebnikov, þar sem þeir upplýstu Ítalann um alvarleika
ástandsins: „Vittu til hvaða lands þú ert kominn, aðkomumaður!“25 Á yfir-
22 Nikolaj Asejev [Николай Асеев] o.fl., „За что борется „Леф““, Literarische Mani-
feste. Vom Symbolismus zur Oktoberrevolution / Литературные манифесты. От
символизма к Октябрю, ritstj. N. L. Brodskij og Karl Eimermacher, München:
Wilhelm Fink, 1969, bls. 228–233, hér bls. 229; Vladimir Majakovskij [Wladimir
Majakowski] o.fl., „Wofür kämpft „Lef“?“, þýð. Hugo Huppert, Werke, 5. bindi,
bls. 114–119, hér bls. 115.
23 „За что борется „Леф““, bls. 229; „Wofür kämpft „Lef“?“, bls. 115.
24 Sjá Vladimir Markov, Russian Futurism. A History, bls. 147–149; Nicolas Khardjiev,
„La Tournée de Marinetti en Russie en 1914“, þýð. Sylvian Siger og Jean-Claude
Marcadé, Présence de F. T. Marinetti. Actes du Colloque International tenu à l’UNESCO,
ritstj. J.-C. Marcadé, Lausanne: L’Âge d’homme, 1982, bls. 198–233.
25 Velimir Khlebnikov og Benedikt Lifshits [Велимир Хлебников, Бенедикт Лившиц],
„На приезд Маринетти в Россию“, V. Khlebnikov, Собрание сочинений в трех
томах, 3. bindi: Проза. Статьи, декларации, заметки. Автобиографические
материалы. Письма, Pétursborg: Академический проект, 2001, bls. 193; Velimir
Khlebnikov og Benedikt Livshits [Velimir Chlebnikov; Benedikt Livšic], „Flugblatt
gegen Marinetti“, þýð. Peter Urban, Manifeste und Proklamationen der europäischen
Avantgarde (1909), bls. 74.
BENEDIKT HJARTARSON