Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 150
150
sjónum að hér, þ.e. þriðji áratugurinnn, var hins vegar mikilvægur mót-
unartími þar sem viðhorf til kvikmyndamiðilsins sem siðferðilega vafa-
sams vinsældamiðils stönguðust á við spurningar um hvort og hvernig
beita mætti kvikmyndinni til samfélagslegs gagns. Kröfur um eftirlit með
bæði efni og sýningarfarvegi kvikmynda voru jafnframt háværar og það var
einmitt í þessu mótsagnakennda umhverfi sem framleiðsla fræðslumynda
tók á sig mynd. Í greininni hér á eftir verður fjallað um framleiðslu- og
viðtökusamhengi kynsjúkdómaforvarnarmyndanna og þær skoðaðar sem
dæmi um það hvernig utanbíóhúsavettvangurinn varð svið tilrauna til
þess að ná stjórn á viðtökuumhverfi kvikmynda sem var ætlað að hafa til-
tekin hugmyndafræðileg áhrif. Sem rannsóknarefni hefur opinber heilsu-
verndarstefna jafnframt margvíslegar skírskotanir en þar má segja að svið
hins opinbera og hins einkalega mætist. Þannig takast kvikmyndirnar á
við orðræðusvið sem samtvinnað var umræðu um kynhlutverk og kyn-
hegðun, á tíma þegar róttækar samfélagslegar breytingar áttu sér stað, ekki
síst hvað varðar fastmótaða aðgreiningu á athafnasviðum kynjanna milli
heimilis annars vegar og opinbers rýmis hins vegar.8 Forvarnarkvik-
myndirnar veita ákveðna innsýn inn í þau kynjapólitísku álitamál sem mót-
uðu orðræðuna á þessu sviði, en hér á eftir verður rýnt í efni og framsetn-
ingu þeirra mynda sem hafa varðveist frá tímabilinu frá fyrra stríði fram
til 1930 og þær settar í samfélagslegt og hugmyndafræðilegt samhengi.9
við Breska skólann í heimildarmyndagerð. Sjá m.a. Rachael Low, The History of the
British Film, 1929–1939: Documentary and Educational Films of the 1930s, London:
Allen and Unwin/BFI, 1979; Paul Swann, The British Documentary Film Movement
1926–1946, Cambridge: Cambridge University Press, 1989.
8 Miriam Hansen hefur bent á að rými kvikmyndahússins hafi ögrað kynjaðri
svæðisskiptingu félagslegrar þátttöku. Konum hafi til að mynda verið meinaður
aðgangur að hnefaleikakeppnum en hins vegar átt þess kost að horfa á upptökur
frá þeim í kvikmyndahúsum. Sjá Babel and Babylon: Spectatorship in American Silent
Film, Cambridge og London: Harvard University Press, 1991, bls. 1–21. Sjá einnig
Lauren Rabinovitz, For the Love of Pleasure: Women, Movies, and Culture in Turn-of-
the-Century Chicago, New Brunswick, N.J. og London: Rutgers University Press,
1998.
9 Kvikmyndirnar sem til umfjöllunar eru, þ.e. Whatsoever A Man Soweth (1917),
Damaged Goods (1919), The Uncharted Sea (1928), Deferred Payment (1929), The
Irresponsibles (1929) og Any Evening After Work (1930) eru varðveittar í kvikmynda-
safni British Film Insitute í London. Fyrst- og síðastnefndu kvikmyndirnar komu út
á safnmynddiski gefnum út af British Film Instute árið 2009, sem veitir yfirlit yfir
sögu kynfræðslumynda í Bretlandi. Sjá The Joy of Sex Education, BFI, 2009. Aðrar
kvikmyndir sem ræddar eru í greinninni hafa ekki varðveist, en um þær er að finna
upplýsingar í skrám félagasamtaka og ýmsum kvikmyndasafnaskrám.
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR