Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 22
22
nokkru leyti um að ræða áhrif frá aldamótaguðfræðinni og áherslu henn-
ar á játningarlausan kristindóm. Sé svo má vissulega spyrja hvort áhrif
aldamótaguðfræðinnar felist einkum í því að hún hafi grafið undan hefð-
bundnum kristindómi og eigi þátt í að minnihluti þjóðarinnar aðhyllist
hann nú samkvæmt fyrrnefndri könnun. Jafnframt er þó mögulegt að líta
allt öðruvísi á og skýra þá staðreynd að jafn há prósentutala þjóðarinnar og
raun ber vitni er jákvætt stemmd gagnvart trú yfirhöfuð sem jákvæð áhrif
frá aldamótaguðfræðinni sem hafi tekist að gera trúarlega hugsun merk-
ingarbæra í samræðu kirkjunnar við raunhyggjuna.
Um miðja 19. öld óx áhugi fólks víða um lönd á rannsóknum á yfir-
skilvitlegum fyrirbærum eða svokölluðum sálarrannsóknum. Með þeim
var þess m.a. freistað að færa rök fyrir tilvist mannssálarinnar að jarðnesku
lífi loknu, sem og þess að komast í samband við látna. Á fyrsta áratug 20.
aldar hófst slík starfsemi hér á landi og þá einkum fyrir áhrif frá hinum
enskumælandi heimi.44 Víða voru engin bein tengsl á milli slíkra rann-
sókna og kristinnar trúar eða trúarbragða yfirhöfuð heldur voru sálarrann-
sóknir stundaðar sem óháðar, fræðilegar rannsóknir. Hér á landi tengdust
þær hins vegar kirkjunni og sú hreyfing sem um þær myndaðist, þ.e. spír-
itisminn (andatrúin), þróaðist alfarið innan þjóðkirkjunnar um langt skeið.
Má líta svo á að forystumenn hennar hafi leitast við að mæta vaxandi efa-
semdum og afneitun á kjarnaatriðum kristinnar trúar, einkum ódauðleika
sálarinnar og upprisunni með því að leiða í ljós sannanir fyrir tilvist hand-
anheimsins. Að því leyti til var um trúvarnarhreyfingu að ræða sem beind-
ist gegn raunhyggjunni og þeirri efnis- og efahyggju sem henni fylgdi.
Vart mun á nokkurn hallað þótt því sé haldið fram að þessi miklu áhrif
spíritista megi fyrst og fremst rekja til tveggja manna: Einars H. Kvaran og
Haralds Níelssonar. Haraldur var fræðimaðurinn sem öðrum fremur mót-
aði hugmyndagrunn íslenskra spíritista. Það var líka fyrir áhrif frá honum
sem spíritisminn lokaðist hér hvorki inni í „vísindalegum“ sálarrannsókn-
arfélögum né sérstökum trúfélögum heldur hélst innan meirihlutakirkj-
unnar. Hlutverk Einars var fremur að miðla stefnunni til almennings, sam-
sama hana menningu samtímans og styrkja stöðu hennar meðal vaxandi
borgarastéttar í landinu.
Um miðjan 8. áratug liðinnar aldar var dulræn reynsla Íslendinga,
trúarviðhorf þeirra og þjóðtrú könnuð. Þá skar spurning um framhalds-
44 Pétur Pétursson, „Þjóðkirkja, frelsi og fjölbreytni“, bls. 278–281; Pétur Péturs-
son, Trúmaður á tímamótum: ævisaga Haralds Níelssonar, Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 2011, bls. 181–195.
HJALTI HUGASON