Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 52
52
leiði hana. Þessi hugmynd er áberandi, m.a. hjá Schleiermacher og í píet-
ismanum, þar sem áhersla var lögð á kirkjuna innan kirkjunnar.
Gunnar Kristjánsson hefur svipuð sjónarmið, enda stendur hann í sömu
hefð, en það sem greinir þá að er áhersla Gunnars á að kirkjan eigi sam-
leið með þjóðinni í gegnum menninguna sem mótar jafnt kirkju og þjóð.
Gunnar er því nær kirkjuskilningi Lúthers en Hjalti.
Það sem vekur athygli í framsetningu beggja er hve lítið vægi ritningin
hefur í kirkjuskilningi þeirra. Þeir grípa ekki endilega til hugmynda um
kirkjuna í Nýja testamentinu og hvernig þær hafa verið útfærðar síðar í
guðfræðisögunni, enda þótt hugmyndir þeirra beggja eigi rætur sínar að
rekja þangað. Spurning er hér hvort sjálfsmynd þjóðkirkjunnar, – sem
byggist á ritningunni, játningum kirkjunnar og guðfræðilegri íhugun
þeirra – hafi ekki meira að gera með „raunmyndina“ en ætla megi af grein-
ingu Hjalta. Deilurnar um vægi frjálslyndu guðfræðinnar fram eftir 20. öld
benda einmitt til þess.
Einnig má spyrja hvort sú staðreynd að þessi arfleifð er ekki nýtt í
samtali við samtímann sé hluti af „krísu“ íslensku þjóðkirkjunnar. Í bók
Friedrichs Wilhelms Graf, sem vikið var að hér að framan, er einmitt sýnt
fram á hvernig nýta má þessa arfleifð.
ú T D R Á T T U R
Þjóðkirkja og krísa
Í greininni er fjallað um að hugtakið „krísa“ sé samofið evangelísk-lútherskri kirkju
og guðfræði. Færð rök fyrir því að kirkjudeild mótmælenda, sem evangelísk-lúth-
ersk kirkja tilheyrir, mótist beinlínis af hugmyndum um krísu, greiningu hennar
og leit að framtíðarsýn til að leysa hana. Í framhaldi af því er fjallað um hugmynd-
ir Hjalta Hugasonar og Gunnars Kristjánssonar um íslensku þjóðkirkjuna. Hjalti
Hugason telur að kirkjan verði að hafa skýra framtíðarsýn sem innihaldi afstöðu
með þeim húmanísku grunngildum sem vestræn menning byggist á og verði þar að
auki að virða lýðræðisreglur samfélagsins þar sem jákvætt trúfrelsi og jafnræðisregla
er í heiðri höfð.
Gunnar Kristjánsson hefur svipuð sjónarmið, en það sem greinir þá að er áhersla
Gunnars á að kirkjan eigi samleið með þjóðinni í gegnum menninguna sem mótar
jafnt kirkju og þjóð. Kirkjusýn beggja er mótuð af kirkjusýn siðbótarmanna, útfærslu
hennar hjá Schleiermacher, og í frjálslyndri guðfræði. Það sem vekur athygli í fram-
setningu beggja er hve lítið vægi ritningin hefur í kirkjuskilningi þeirra.
Lykilorð: trú, þjóðkirkjan, krísa, gildi, framtíðarsýn
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON