Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 211
211
sínum er snauð. Náttúran sem heild vísar aðeins til hins fallna sköpun-
arverks sem er án nærveru Guðs og þarfnast frelsunarverks hins alvalda
Guðs sem aðeins er veitt í Kristi. Guðfræðin einblínir á manninn sem við-
fang mikilvægasta frelsunarverks Guðs.
Til viðbótar þessari röksemdafærslu var mótmælendaguðfræðin mun
opnari gagnvart þróun samfélagsins í heild og drakk í sig andnáttúruleg
viðhorf, sem einkenndu hin ört vaxandi mannvísindi, heimspeki og sögu.
Framvöxtur hinna fyrstu nútímavísinda var drifinn áfram af þeirri hug-
mynd að það væri meginköllun mannsins að sýna fram á vald sitt yfir
öllum hinum náttúrulega heimi. Það var á skjön við ómeðvitaðar, kven-
fjandsamlegar tilhneigingar þessarar hugmyndafræði sem Francis Bacon
taldi að rannsakandinn yrði að læra að hrifsa hina nýja þekkingu úr skauti
náttúrunnar, nota tæknina til að taka í hnakkadrambið á náttúrunni og
umbreyta henni í eitthvað annað; þröngva sér inn í leyndardóma hennar
og gera hana sér undirgefna. Jörðin varð þar með að nytsamlegu viðfangi
sem hægt var að rannsaka og temja, þægt viðfang sem var til taks fyrir hinn
drottnandi mannlega geranda, karlmanninn. Í hnotskurn birtist viðhorf
Bacons í alræmdri setningu hans um vísindalega aðferð sem hefur það
markmið að „binda náttúruna með öllum börnum sínum til kúgandi þjón-
ustu við manninn og gera hana að þræl hans“.28 Í heimspekinni aðgreindu
bæði hugmyndir Descartes um sjálfið og svo Kants um viðfangið hina
skynsömu mannlegu veru frá náttúrunni og litu á tengslin þar á milli sem
samband virks geranda gagnvart óvirkum þolanda. Nútíma sögutúlkun
átti eftir að auka þennan aðskilnað. Þessari hugmynd var einnig þröngvað
inn í túlkun mótmælenda á Biblíunni þar sem farið var að líta á söguna
sem raunverulegt leiksvið mikilvægra frelsunarverka Guðs. Náttúran stóð
eftir sem leiksvið endurtekinna atburða þar sem heiðnir guðir réðu ríkjum.
Náttúran varð þannig leiksvið frelsunarsögunnar og jafnframt tákn um þá
ógn sem varð að frelsa manninn frá.
Þessum ytri og innri kröftum, sem gengu þvert á eldri guðfræðileg
viðhorf, hafði tekist að setja mark sitt á alla mótmælendaguðfræði þegar
komið var fram á 20. öld. Maðurinn hafði sett sig yfir náttúruna og lýst því
28 Francis Bacon, The Masculine Birth of Time, tilvísun í ritið er að finna í bók Caroly
Merchant, The Death of Nature: Women, Ecology, and The Scientific Revolution, San
Francisco: Harper and Row, 1980, bls. 170, sjá Wildiers, The Theologian and His
Universe, bls. 148–153, 165–183.
GLöTUN OG ENDURHEIMT SKöPUNARVERKSINS Í KRISTINNI HEFð