Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 178
178
Hatur Bödda á neyslusukki landans, tækjagleði sem er ætlað að fylla upp
í tómleika og koma í veg fyrir einmanaleika, var um margt ferskur and-
blær á haustmánuðum 2005, nánast á miðjum góðæristímanum. Orð Bödda
má túlka sem varnaðarorð vegna þeirrar kaupgleði og græðgi sem ríkti í
samfélaginu. Lýsing Hallgríms á stöðu Reykjavíkur í alþjóðlegu samhengi,
þeirri grósku og sköpunargleði sem aðrir úti í heimi taka eftir, er að sama
skapi aldrei viðfangsefni bóka hans. Slíkt er ekki einu sinni að finna í 101
Reykjavík þar sem nýhílisminn og tómhyggjan eru svo mikil að sagan verður
fjandsamleg því kapítalíska samfélagi sem hún þó tilheyrir og sprettur úr.
Hallgrímur hefur sjálfur viðurkennt að hann hafi aldrei gengið eins
langt í greina- og pistlaskrifum sínum í gagnrýninni á samtímann og hann
gerði í skáldskapnum. Í „Draugur Group“ iðrast hann þess að hafa ekki
farið „að dæmi míns eigin Roklands-Bödda og dúndrað á auðjöfranna
[svo] af sama mætti og ég gerði á verstu ríkisstjórnir Íslandssögunnar: Sök
mín er sú að hafa aðeins gagnrýnt til hálfs.“25
„Kórstjóri útrásarinnar“
Breski blaðamaðurinn Roger Boys, sem skrifaði bók um efnahagshrunið
á Íslandi, hefur sérstakan áhuga á fjandskap Davíðs Oddssonar og Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar, og því hvernig hann tengist íslensku klíkusamfélagi.
Boys leggur áherslu á að faðir Jóns Ásgeirs, Jóhannes Jónsson, hafi ekki
verið hluti af reykvískri elítu né haft nein tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn.
Hann hafi hlotið þjálfun í sláturhúsi og verið kaupmaður í matvörukeðju.
Ekkert af þessu hafi aftur á móti truflað Jón Ásgeir sem hafi fyrst og fremst
haft áhuga á því að græða peninga. Vaxandi áhrif Jóns Ásgeirs í íslensku
efnahagslífi hafi ögrað Davíð, Sjálfstæðisflokknum og yfirbyggingu hins
íslenska valds, ekki síst eftir að Jón Ásgeir ákvað að fara inn í fjölmiðla-
heiminn með kaupum á Fréttablaðinu, en hefð hafi verið fyrir því á Íslandi
að atvinnulífið og fjölmiðlarnir beygðu sig undir vilja ættbálksins.26 Við
þetta má svo bæta kaupum Orca-hópsins á stórum hlut í Fjárfestingabanka
atvinnulífsins (FBA) árið 1999, en Jón Ásgeir kom að þeim kaupum ásamt
einum af höfuðandstæðingum Davíðs, Jóni Ólafssyni. Ármann Þorvaldsson
lýsir því svo í bók sinni Ævintýraeyjan: Uppgangur og endalok fjármálaveldis
að Davíð hafi umhverfst við tíðindin. Hann „reyndi að fá sölunni hnekkt
25 Hallgrímur Helgason, „Draugur Group – minningarorð frá Baugspenna“, bls. 13.
26 Roger Boyes, Meltdown Iceland: How the Global Financial Crisis Bankrupted an Entire
Country, bls. 63.
ALDA BJöRK VALDIMARSDÓTTIR OG GUðNI ELÍSSON