Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 167
167
undirgangast eftirlit og meðferð við kynsjúkdómum er þannig höfðað til
metnaðar í starfi ekki síður en hagsmuna fjölskyldunnar.
Þegar The Irresponsibles er borin saman við fyrstu forvarnarmyndirnar
gegn kynsjúkdómavánni, má sjá að umskipti hafa átt sér stað, þar sem þær
áhyggjur sem beindust að uppbroti kynjaðrar aðgreiningar heimilisrým-
is og opinbers rýmis hafa vikið fyrir viðurkenningu á hlutverki kvenna
sem þátttakenda á vinnumarkaði sem og kynferðislegri virkni þeirra óháð
hjónabandinu. Ferlið á milli þessara póla í gegnum það tímabil sem fjallað
hefur verið um hér, varpar hins vegar ljósi á óttablandin viðhorf til aukins
athafnafrelsis kvenna í borgarsamfélagi nútímans, þar sem hreyfanleiki
kvenna í almannarýminu, sem þátttakenda á vinnumarkaði og neytenda,
myndhverfist yfir í samfélagslega og siðferðislega spillingarógn kyn-
sjúkdómsins. Jaðrandi framsetning á samfélagslega virkum konum sem
uppsprettu ógnar við karlmenn og fjölskyldur þeirra er minni sem hefur
endur ómað í kvikmyndum allt fram á okkar daga, en þegar það er rakið í
gegnum mótunarár fræðslumyndagerðar má í fyrstu greina skýra aftur-
haldsorðræðu, sem víkur að nokkru leyti fyrir þeim vísinda- og gagnsem-
issjónarmiðum sem opinber heilsuverndarstefna mótast af.37 Sú orðræða
sem beindist að kynsjúkdómavandanum tók ekki aðeins til vandans sem
heilbrigðisvandamáls, heldur spurninga um ögun og mótun einkalífs
fólks, í samhengi við samfélagsleg sjónarmið. Þannig má sjá hvernig utan-
bíóhúsavettvangurinn verður í þessu tilfelli að sviði þar sem reynt er að
ná talsambandi við almenning um forboðið umræðusvið einkalífsins, en á
hinn bóginn er leitast við að stýra hegðun fólks á einkasviðinu á samfélags-
legum umrótartímum. Kvikmyndir sem tóku vandann til umfjöllunar tóku
þannig þátt í umræðum um ögun almennings og kvikmyndamiðilsins,
stöðu kvenna í opinberu lífi, og áhrif þeirra afþreyingar- og starfstengdu
félagsmynstra sem mótuðu í auknum mæli nútímatilveru.
37 Sjá Yvonne Tasker, Working Girls: Gender and Sexuality in Popular Cinema, London
og New York: Routledge, 1998.
KONAN, BORGIN OG KYNSJúKDÓMAR