Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 70
70
Grundvallarreglurnar sjö má túlka út frá mannskilningi þeim sem þær
birta. Þar er lögð áhersla á: að kynverundin sé mikilvægur hluti persónu-
leikans, að mikilvægt sé að vernda börn, mikilvægi jafnræðis á sviði kyn-
verundar, mikilvægi kynlífsánægju óháð fjölgunaráætlunum, mikilvægi
frelsis og þess að skaða ekki aðra, mikilvægi þess að kynverundarréttindi
byggist á lögum og, að lokum, mikilvægi þess að standa vörð um almenna
velferð í lýðræðislegu samfélagi. Í öllum sjö atriðunum kemur skýrt fram
sá siðferðilegi boðskapur að nauðsyn beri til að umfaðma hina valdalausu
og jaðarsettu sem fordæmdir eru vegna kynverundar sinnar.42 Ég mun nú
í mjög stuttu máli gera grein fyrir innihaldi greinanna tíu sem byggjast á
grundvallaratriðum Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna.
Fyrsta greinin leggur áherslu á hugtökin jafnrétti og að mismuna ekki
fólki og ítrekar réttinn til frelsis frá öllum tegundum mismununar sem
byggjast á kynferði, kynverund, kynvitund og kyngervi.43 önnur greinin
undirstrikar samfélagslegan þátttökurétt allra persóna, óháð sömu atriðum
og nefnd eru í fyrstu greininni.44 Þriðja greinin heldur fram réttinum til lífs,
frjálsræðis, öryggis og heilinda óháð kynferði, aldri, kyngervi, kynvitund,
kynhneigð, hjúskaparstöðu, kynlífssögu eða hegðunar, raunverulegrar eða
ætlaðrar, og HIV-greiningar.45 Fjórða greinin nefnir réttinn til einkalífs
sem er sagður grundvöllur sjálfræðis í kynlífi.46 Persónulegt sjálfræði og
viðurkenning samkvæmt lögum er meginefni fimmtu greinarinnar. Þessi
réttindi eru sögð mikilvæg hvað kynlífsfrelsi áhræri en takmarkist þó ætíð
við ramma laga sem banna mismunun og að fullt tillit sé tekið til réttinda
annarra.47 Sjötta greinin leggur áherslu á rétt til frjálsrar hugsunar, skoð-
unar og tjáningar, rétt til að mynda félög sem varða hugmyndir um kyn-
verund, kynhneigð, kynvitund og kynverundarréttindi.48 Sjöunda greinin
áréttar hugtakið heilsu og kosti vísindalegra framfara og tengir það sér-
staklega þörfum jaðarsettra einstaklinga og samfélaga vegna kynverundar
þeirra. Í þessu samhengi er tekið fram að þeir sem vinna við vændi eigi rétt
á öruggum vinnuaðstæðum, aðgangi að heilbrigðisþjónustu og öryggi.49
Áttunda greinin bendir á rétt allra persóna til menntunar og upplýsinga til
42 Sama rit, bls. 12–15.
43 Sama rit, bls. 16.
44 Sama rit, bls. 17.
45 Sama rit, bls. 17–18.
46 Sama rit, bls. 18.
47 Sama rit, bls. 18.
48 Sama rit, bls. 19.
49 Sama rit, bls. 19.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR