Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 26
26
sem höfundurinn glímir við hinstu rök tilverunnar á trúarlegum nótum en
með beittum pólitískum broddi.54
Á 5. áratug aldarinnar óx öflug þjóðvarnarhreyfing fram sem ætlað var
að andæfa þeirri þróun sem uppi var í varnarmálum þjóðarinnar.55 Þeir
sem að henni stóðu vildu slá skjaldborg um sjálfstæði landsins og stuðla að
uppbyggingu atvinnulífs og efnahagslegu réttlæti. Liður í þeirri viðleitni
var stofnun Þjóðvarnarfélags Íslendinga haustið 1946. Hið beina tilefni að
stofnun félagsins var undirbúningurinn að herverndar- eða herstöðvar-
samningnum sem um þessar mundir klauf þjóðina í andstæðar fylkingar.
Markmið þess var að vinna gegn samningnum, gæta réttar Íslendinga og
andæfa „hvers konar ásælni annarra ríkja á land vort eða réttindi sem sjálf-
stæðrar þjóðar“. Á aðalfundi félagsins 1949 var því breytt í landsmálafélag
er starfa skyldi á víðtækari grundvelli. Í stað þess að einskorðast við sjálf-
stæðismálið og berjast gegn erlendri ásælni og því að landið væri notað
sem hernaðarbækistöð var félaginu nú ætlaður stærri hlutur á sviði innan-
landsmála. Meðal markmiða þess varð nú að verja „lýðræði, stjórnfrelsi og
mannréttindi“ í landinu, styrkja grundvöll lýðveldisins Íslands og vinna
að „fullri og skynsamlegri nýtingu atvinnutækja, vinnuafls og þekking-
ar landsmanna og réttlátri tekjuskiptingu“. Þjóðvarnarfélagið hafði frá
upphafi skýra menningarlega sýn. Í endurskoðuðum lögum þess frá 1949
segir t.d. að markmiðum sínum skuli félagið ná með því að „beita sér fyrir
jákvæðri þjóðhollri vakningarstarfsemi“ og að það skuli „vinna alhliða að
auknum þjóðarþroska“.[Leturbr. HH].56
Sigurbjörn Einarsson var í fylkingarbrjósti þessarar hreyfingar en hann
var formaður Þjóðvarnarfélagsins til 1950. Á sama tíma var hann í forystu
í uppbyggingarstarfi á kirkjulegum vettvangi. Allt frá 5. áratug aldarinnar
beitti hann sér mjög fyrir uppbyggingu í Skálholti en það starf ber þó
fyrst og fremst að skoða sem afmarkaðan hluta af víðtækari baráttu fyrir
kirkjulegri uppbyggingu. Þá verður að skoða störf Sigurbjörns á vettvangi
þjóðvarnarhreyfingarinnar og kirkjulegt uppbyggingarstarf hans sem tvær
54 Hjalti Hugason, „Á mótum dulhyggju og félagshyggju. Trúarleg stef í Sjödægru
Jóhannesar úr Kötlum“, Ritröð Guðfræðistofnunar 21/2005, bls. 71–94. Jóhannes úr
Kötlum glímdi einnig við hernámið, þjóðernið og samtímapólitíkina á grundvelli
kristins húmanisma í skáldsögunni Verndarenglarnir (1943). Íslensk bókmenntasaga,
4. bindi, bls. 466–468.
55 Einar Laxness, Íslandssaga a-ö, 3. bindi, bls. 164–165.
56 Hjalti Hugason, „„Nýtt“ og „heilagt“ Skálholt: hugmyndir Sigurbjörns Einarssonar
um endurreisn staðarins eins og þær endurspeglast í Víðförla 1947–1954“, Ritröð
Guðfræðistofnunar 30/2010, bls. 51–84, hér bls. 52–53.
HJALTI HUGASON