Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 23
23
líf sig úr öðrum í könnuninni. 99% svarenda svöruðu spurningunni og
68% þeirra bjuggust við lífi eftir dauðann og 20% til viðbótar töldu að
það væri mögulegt. Alls voru því 88% jákvæð gagnvart möguleikanum.
Skáru Íslendingar sig í þessu úr í hópi 13 samanburðarþjóða en áttu mesta
samleið með Bandaríkjamönnum (73%). Af öðrum Norðurlandaþjóðum
komu Finnar (57%) og Norðmenn (55%) næstir.45 Fyrrnefnd könnun á
trúarlífi Íslendinga sem gerð var um áratug síðar leiddi svipaða niðurstöðu
í ljós eða að 85% álitu að líf í einhverri mynd væri að loknu þessu. Aftur á
móti benti könnunin til þess að upprisutrú, sem er eitt helsta kennimark
kristninnar ætti í vök að verjast. Hina útbreiddu trú á líf eftir dauðann
röktu þeir sem að könnuninni stóðu til áhrifa frá spíritismanum. Þá sýndu
þeir fram á að landsmenn litu ekki á kenningu kirkjunnar og spíritismans
sem andstæður heldur töldu 40% að kirkjan og spíritisminn ættu sam-
leið.46 Erlendis eru ríkjandi viðhorf allt önnur í þessu efni.
Pétur Pétursson leitar skýringa á upphafi sálarrannsókna og spíritisma
í stjórnmálaástandi og félagslífi aldamótaáranna.47 Ugglaust réðu þessir
þættir miklu um útbreiðslu hreyfingarinnar meðal einstakra þjóðfélags-
hópa. Á hinn bóginn má spyrja hvort ekki verði líka að vega og meta hug-
myndasögulega þætti og líta fyrst og fremst á spíritismann sem svar þeirra
sem efla vildu trúarleg viðhorf í átökunum við vaxandi vísindahyggju, eins
og gert er hér. Það gæti ekki síður skýrt hvers vegna spíritisminn breiddist
einkum út meðal þeirrar borgara- og millistéttar sem var að vaxa fram á
þessum tíma, einkum í Reykjavík.48 En ætla má að meðal hennar hafi a.m.k.
alþýðlegri útgáfur raunhyggju átt miklu fylgi að fagna. Líklega ber einkum
að skoða spíritismann eins og hann þróaðist hér sem trúar- eða kirkjulega
útgáfu af þeirri vísindahyggju. Hann opnaði leið fyrir fólk sem ekki vildi
snúa baki við kirkjunni til að samsama trú sína nútímalegum viðhorfum.
Hér hafa rök verið færð að því að skoða beri aldamótaguðfræðina og
spíritismann sem viðbrögð kirkjunnar við þeim hugmyndastraumum sem
mæddu helst á þjóðinni við upphaf 20. aldar, þ.e. raunhyggju eins og hún
birtist ekki síst í raunsæisstefnunni í bókmenntunum og þeirri kirkjugagn-
rýni sem henni var samfara. Viðbrögð kirkjunnar fólust þá einkum í því að
leggja sambærilega þekkingarfræði til grundvallar og beita sambærilegum
45 Erlendur Haraldsson, Þessa heims og annars: könnun á dulrænni reynslu Íslendinga,
trúarviðhorfum og þjóðtrú, Reykjavík: Saga, 1978, bls. 18–23.
46 Björn Björnsson og Pétur Pétursson, „Trúarlíf Íslendinga“, bls. 22–26, 46.
47 Pétur Pétursson, Trúmaður á tímamótum, bls. 191–195.
48 Sama rit, bls. 192.
KIRKJA Í KRÍSU