Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 152
152
þjóðarinnar við upphaf hnignunarferlis Breska heimsveldisins.11 Auk með-
vitundar um slæmt heilsufar almennings var sú tíðni ófrjósemi og fæðing-
argalla sem tengja mátti sjúkdómunum nokkurs konar táknmynd fyrir þá
þætti sem veiktu „þjóðarlíkamann“.12 Áhyggjur af siðferðislegri hnignun
voru jafnframt áberandi og var hún ekki síst tengd þjóðfélagsbreyting-
um sem ögruðu hefðbundnu hlutverki kvenna. Kvenréttindahreyfingar
háðu á þessum tíma harðvítuga réttindabaráttu og settu þrýsting á þau
menningarlegu skilgreindu landamæri sem mörkuðu konum athafnasvæði
innan heimilisins en eignuðu körlum hið opinbera svið. Þannig fækkaði
barneignum meðal kvenna af millistétt jafnt og þétt á fyrstu áratugum
aldarinnar, menntun þeirra jókst og atvinnuþátttaka meðal kvenna af
verkamanna- og millistétt fór vaxandi. Þessi þróun kallaði fram afturhalds-
söm viðbrögð meðal siðbótarsinnaðra félagasamtaka sem lögðu áherslu á
millistéttarheimilið sem hornstein í uppeldi framtíðarkynslóða og vörslu
borgaralegra siðferðisgilda.13 Orðræða opinberrar lýðheilsustefnu á öðrum
og þriðja áratugnum var þannig að stórum hluta samtvinnuð kynjapóli-
tískum áherslum, sem settu mark sitt á forvarnarstarf siðbótar sinnaðra
félagasamtaka á borð við NCCVD sem stóðu að fræðslustarfi í beinu
eða óbeinu umboði stjórnvaldsstofnana.14 Samtökin gáfu út ýmiss konar
fræðslurit en þegar kom að því að miðla boðskapnum til fólks af verka-
mannastétt átti upplýsingamiðlunin í bæklinga- og fyrirlestraformi það til
að missa marks. Kvikmyndamiðillinn þótti því álitlegur valkostur til þess
að ná til þeirra sem „tregir voru til skilnings og erfitt að sannfæra“ eins og
einn forsvarsmanna samtakanna komst að orði.15 Í þessum myndum var
upplýsingum sem miðuðu að því að auka meðvitund fyrir smitleiðum og
meðferðarformum miðlað í gegnum skáldaða umgjörð sem sótti til leiknu
frásagnarmyndarinnar hvað form og þemu varðar, á meðan kennivaldsleg
skýringarrödd í anda skýringarmyndarinnar í heimildarmyndagerð varð-
11 Lucy Bland og Frank Mort, „Look Out for the ‘Good Time’ Girl: Dangerous
Sexualities as a Threat to National Health“, Formations of Nation and People, ritstj.
Tony Bennett o.fl., London, Boston, Melbourne og Henley: Routledge & Kegan
Paul, 1984, bls. 137–138.
12 Sama rit, bls. 137.
13 Sjá m.a. Lesley A. Hall, Sex Gender and Social Change in Britain since 1880, Basing-
stoke: Macmillan, 2000, bls. 82–87.
14 Lucy Bland og Frank Mort, „Look Out for the ‘Good Time’ Girl“, bls. 137.
15 Thomas Bowen Partington, A New Force in Public Health Propaganda. Fighting
Venereal Disease With the Film, London: National Council for Combating Venereal
Diseases, 1924, bls. 3.
HEIðA JÓHANNSDÓTTIR