Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 209
209
Í ljósi þessarar fimmtán hundruð ára arfleifðar má það furðu sæta að
hvorki kaþólsk guðfræði né mótmælendaguðfræði skuli hafa litið á jörðina
sem áhugavert viðfangsefni. Þess í stað einblíndi guðfræði þeirra á Guð og
hið mannlega sjálf og vék hinum náttúrulega heimi til hliðar. Þetta var gert
af ólíkum ástæðum en áhrifin voru jafn eitruð.
Glötun sköpunarverksins
Enginn vitsmunalegur þrýstingur varð þess valdandi að rómversk-kaþólsk
guðfræði á 16. og 17. öld virti hinn náttúrulega heim að vettugi. Þvert á
móti má halda því fram að þrjár samstæðar hugmyndir skólaspekinnar –
um almenna opinberun fyrir áhrif náttúrulaga, jákvætt mat á mannlegri
náttúru, jafnvel eftir syndafallið, og hið helga lögmál sem túlkar alheiminn
sem guðlegt verkfæri – hefðu getað staðið vörð um hefðbundna túlkun
guðfræðinnar. Það sem gerðist, þrátt fyrir þetta, þegar nútíminn gekk í
garð, var að sköpunarverkið hvarf sjónum sem viðfangsefni djúpstæðrar og
frjórrar íhugunar. Hvers vegna sú varð raunin hefur ekki verið rannsakað
nægjanlega.
Mikilvægt atriði í því samhengi varðar pólitík og ritskoðun 16. aldar á
Galileo sem dró í efa jarðmiðlæga heimsmynd miðalda, sem var óbreytan-
leg og byggð upp sem stigveldi. Þegar Jóhannes Páll páfi II. veitti Galileo
uppreisn æru árið 1992 sagði hann um þau mistök sem voru gerð (á 16.
öld) að kjarni deilunnar hefði snúist um það að í augum leiðtoga kirkj-
unnar hefði „jarðmiðlægni virst vera hluti biblíulegrar kenningar“. Til
að afstýra deilum á þeim tíma „hefði verið nauðsynlegt að sigrast á rót-
grónum hugsunarhætti og jafnframt að skapa kenningu sem megnaði að
uppfræða lýð Guðs“.25 Þetta reyndist fæstum kleift og því nýttu leiðtogar
kirkjunnar vald sitt til að afmá hinn nýja skilning.
Refsing í stað umbunar er til þess gerð að hafa neikvæð áhrif á sköpun-
arkraft. Galileo var langt því frá einn um að verða fórnarlamb kirkjulegrar
ritskoðunar sem varð til þess að kaþólskir guðfræðingar fóru í kjölfarið að
sneiða hjá spurningum um sólmiðlægan og síðar meir þróunarlegan heims-
skilning. Guðfræðin fjarlægðist nýjustu uppgötvanir um alheiminn sem
kynntar voru af veraldlegum og frjálsum vísindagreinum. Jafnvel þegar
heimssýn miðalda hafði leyst upp og var ekki lengur tiltæk sem alheimsleg-
ur rammi fyrir kristna kenningu, þá sveimaði andi miðaldakenningarinnar
25 John Paul II, „Lessons of the Galileo Case“, Origins 22, nr. 22, 1. nóvember 1992,
bls. 369–373; sjá Wildiers, The Theologian and His Universe, bls. 130–148.
GLöTUN OG ENDURHEIMT SKöPUNARVERKSINS Í KRISTINNI HEFð