Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 217
217
í sífelldri þróun? Hvernig á að fara að því að viðurkenna sakramentin sem
tákn guðlegrar náðar í heimi sem er í sjálfu sér hin upprunalega opinberun
og sakramenti? Hvernig getum við vonast eftir friðþægingu komandi tíma
af ofhlöðnum alheimi, sem leysti með henni úr læðingi nauðsynlega og
skapandi orku til að annast jörðina núna? Að færa hinn náttúrulega heim
inn í kristna, táknræna orðræðu færir þungamiðju allra guðfræðilegra
spurninga og setur okkur nýja dagskrá fyrir framtíðina.
Að ögra breytni okkar
Siðfræðilega er nú þegar orðið til heilmikið innsæi sem varpar ljósi á rétt
og rangt. Ef jörðin er raunverulegt sköpunarverk, sakramenti dýrðar Guðs
og hefur eigið gildi eins og kristið fólk trúir, þá leiðir af því að hin mikla
jarðareyðing er synd. Fyrir græðgi, eigingirni, fáfræði og óréttlæti hafa
menn orðið valdir að ofbeldi, afbökun og dauða hinnar lifandi, breytilegu
plánetu sem Guð skapaði sem „mjög góða“ (1Mós 1.31). Vistmorð, líf-
morð, jarðarmorð – þessi nýju orð eru sett saman til að lýsa eyðileggingu
vistkerfa og tegunda sem er ætlað að geisla frá sér dýrð Guðs en eru þess í
stað á heljarþröm eða að verða útrýmingu að bráð. Verið er að eyðileggja
viðfangsefni annarrar bókanna tveggja, sem kennir um Gjafara lífsins. Slíkt
má ekki láta óátalið trúarlega heldur verður málefnið að fá siðferðilegan
forgang.
Í ljósi eyðileggingarinnar mun náðin færa sanna og hjartanlega hugar-
farsbreytingu þar sem jörðin er annars vegar, ásamt iðrun vegna þess
ofbeldis sem þegar hefur verið framið. Gagnkvæm tengsl og gildi manns
og þeirra sem eru annarrar gerðar þarf að ítreka og í því sambandi er
gagnlegt að árétta eigingildi náttúrunnar ásamt kröfu um réttlæti og kær-
leika.39 Ef litið er á náttúruna sem fátæklinga nútímans þá er þörf á rétt-
læti og samúð. Samstaða með fórnarlömbum, úrræði fyrir hina fátæku og
aðgerðir í þágu réttlætis verða að umbreytast og umlykja heilu líf kerfin.
Þar sem áður var maðurinn einn verða aðrar tegundir en maðurinn
komnar á sjónar svið eins heildræns lífsamfélags.
Til þess að ná ósviknum, sjálfbærum árangri eru sjónarmið fólksins
á jaðrinum einkar mikilvæg. Efnahagsleg fátækt fer saman við vistræna
fátækt vegna þess, eins og frelsunarguðfræðingar hafa haldið fram, að hinir
fátæku þjást mun meira en aðrir af völdum umhverfislegrar eyðilegging-
39 Sjá Rasmussen, Earth Community, Earth Ethics, bls. xii.
GLöTUN OG ENDURHEIMT SKöPUNARVERKSINS Í KRISTINNI HEFð