Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 203
203
um það bil fimm hundruð árum, nánar tiltekið á tímum siðbreytingarinnar í
Evrópu. Hin knýjandi spurning Lúthers: „Hvar get ég fundið náðugan Guð?“
sýnir ljóslega, að hennar mati, hvernig mótmælendur beindu sjónum sínum
inn á við, að synd og sekt einstaklingsins, í stað náttúrunnar og jarðarinnar,
eins og áður hafði verið gert.14 Persónuleg frelsun mannsins varð aðalatriði í
mótmælendaguðfræðinni en áherslan á syndina og sektina náði líka til heims-
ins og alls sem í honum var. Ekkert var gott nema Guð og Orð hans. Hátt
upphafinn Guð sem leit í náð sinni niður til manns og heims. Þessi tortryggni
gagnvart manninum og heiminum, áréttar Johnson, varð allsráðandi í guð-
fræðinni, ekki síst guðfræði mótmælenda.15 Kaþólikkum hefur ekki farnast
mikið skár, samkvæmt greiningu Johnson. Enda þótt fráfarandi páfi, Jóhannes
Páll II., hafi viðurkennt hina vistfræðilegu kreppu í nútímanum, var boð -
skapur hans samt mannmiðlægur og viðhélt klassískri, guðfræðilegri stig-
veldishugsun sem upphefur manninn á kostnað náttúrunnar.16
Hverju glataði guðfræðin er hún gleymdi náttúrunni og jörðinni? Hún
glataði þeim kristna arfi sem leit á jörðina sem heilaga: Að veröldin og öll nátt-
úran sé dásamlegt sköpunarverk og gjöf Guðs þar sem heilagur andi starfar.
Guðfræðingar frá og með sextándu öld týndu niður visku ritningarinnar, spá-
mannanna og sálmanna um gæði sköpunarverks Guðs. Sköpunarstefið, sem er
eitt djúpstæðasta stef kristninnar, hvarf. Þeir gleymdu hvernig fornaldar- og
miðaldaguðfræðingar héldu saman hinum margslungnu þráðum sem lúta að
nánum tengslum Guðs, náttúru og mannkyns. Gleymdu Ágústínusi kirkjuföð-
ur sem talaði um bækurnar tvær sem Guð gaf mannkyninu: Bók náttúrunnar
og Heilaga ritningu. Ef mannkynið lærir að lesa Bók náttúrunnar rétt, hélt
Ágústínus fram, þá mun það heyra hið sanna orð Guðs og leiðast áfram til
þekkingar á visku Guðs, krafti og kærleika. Hildegard af Bingen, Bonaventure,
og Tómas af Aquino gleymdust líka en öll skrifuðu þau af ákefð og innsæi um
gæði náttúrunnar og hvernig kærleikur Guðs birtist í henni. Í þeirra huga var
Guð, mannkyn og heimurinn ein órjúfanleg heild þar sem fullkomið samræmi
ríkti. Í huga Johnson er það lífsnauðsynlegt að sköpunarstefið verði aftur hluti
af kristinni guðfræðihefð enda er í sköpunarstefinu fólginn sá kraftur sem
rennir stoðum undir lifandi samfélög og lífvænlega tilveru.
Sólveig Anna Bóasdóttir
14 Elizabeth A. Johnson, „Losing and Finding Creation in the Christian Tradition“,
bls. 9.
15 Á þetta hafa fleiri guðfræðingar bent, t.d. Dorothee Sölle, Thinking about God: An
Introduction to Theology, London: SCM Press, 1990.
16 Elizabeth A. Johnson, „Losing and Finding Creation in the Christian Tradition“,
bls. 12.
GLöTUN OG ENDURHEIMT SKöPUNARVERKSINS Í KRISTINNI HEFð