Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 208
208
er uppljómaður af dýrð hinna sköpuðu hluta er blindur; hver sá sem ekki
er vakinn af hljómi radda þeirra er heyrnarlaus; hver sá sem ekki tilbiður
Guð vegna alls hins skapaða er mállaus; og hver sá sem ekki viðurkennir
Hið fyrsta Lögmál eftir svo mikla sannanir er fáviti“ (lat. stultus est).23
Tómas af Aquino telur að guðfræðingar ættu að rannsaka náttúruna
meðvitað og fjalla um hátterni hennar í verkum sínum. Hans eigin skrif
eru gegnsýrð af tilfinningu fyrir alheiminum og uppfræðandi líkingum frá
hinum náttúrulega heimi, allt frá þvagi að eldi. Heimurinn er svo sannar-
lega stórkostleg ímynd Guðs:
Guð skapaði hluti til þess að hin guðlega gæska skilaði sér til allra
skepna jarðarinnar og hún yrði tjáð í verkum þeirra. Þar sem hin
guðlega gæska gat ekki fengið nógsamlega útrás af framgöngu
aðeins einnar tegundar, skapaði Guð margar og mismunandi teg-
undir; það sem eina tegund skorti í tjáningu guðlegrar gæsku gat
önnur látið í té. Gæska Guðs er einföld og alltaf eins, en í skepnum
á hún margvísleg birtingarform. Því er það svo að allur alheimurinn
birtir og tekur þátt í gæsku Guðs á mun fullkomnari hátt en nokkur
ein skepna er fær um.24
Á þennan hátt sáu guðfræðingar fornaldar og miðalda fyrir sér Guð, mann
og heim í fullkomnu jafnvægi. Áður en við fyllumst fortíðarþrá verðum við
að muna að þessi hugmyndakerfi voru gegnsýrð stigveldis- og tvíhyggju-
hugsun sem var samofin aristótelískri og nýplatónskri rökræðu. Andinn var
skýrt greindur frá efninu og því æðri. Sama gilti um karla gagnvart konum
og mannkyn gagnvart öðru lífi. Allt sköpunarverkið var stigveldisskipt og
maðurinn, í merkingunni karlmaðurinn, gæddur skynsamri sál trónaði á
toppnum. Slíkt líkan ber í sér kúgandi tengsl drottnunar og undirgefni og
getur því ekki þjónað sem líkan að hinum réttu tengslum við náttúruna nú
á tímum. Gleymum samt ekki því athyglisverða í þessu samhengi, sem er
jafnvægið í tengslum Guðs, manns og heims. Sömuleiðis er athyglisverð
sú staðreynd að hvað eftir annað í sögunni hefur sköpunarverkið losnað
undan áþján stigveldis- og tvíhyggju og á kraftmikinn hátt mótað trúarlega
meðvitund líkt og finna má nú um stundir í list, arkitektúr, helgihaldi og
skáldskap.
23 Bonaventure, The Mind’s Journey to God, þýðing eftir Lawrence S. Cunningham,
Chicago: Franciscan Herald Press, 1979, 1. kafli, nr. 15.
24 Thomas Aquinas, Summa Theologiae, New York: Benziger Bros, 1947, 1.47.1.
ELIZABETH A. JOHNSON