Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 157
157
að því hefta útbreiðslu sjúkdómsins frá undirheimum stórborgarinnar inn
í veröld mið- og efristéttarinnar.
Sú samfélagslega kortlagning, sem liggur forvarnarboðskap Damaged
Goods til grundvallar, kallast á við hefðbundna framsetningu smitsjúkdóma-
ógnar í vestrænni menningu, sem samtvinnuð er samfélagslegu forræði.
Smitsjúkdómurinn er þannig tengdur við tiltekna samfélagshópa auð-
kennda af félagslegum eða kynþáttabundnum frávikum, og viðbrögðin við
ógn smitsins fela í sér tilhneigingu til þess að staðfesta og hnykkja á þeim
samfélagslega skilgreindu mærum sem afmarka forréttinda- og undirmáls-
hópa.26 Í bókinni Cinematic Prophylaxis yfirfærir Kirsten Ostherr þessa
framsetningarhefð á bandarískar kvikmyndir um heilsuvernd og bendir á
hvernig það verkefni að „sýna“ ósýnilega smithættu hafi í kvikmyndalegri
framsetningu verið leyst með því að kortleggja smitferli í gegnum félags-
leg samskiptamynstur sem gjarnan voru tengd sívirkum og flæðandi sam-
göngu- og samskiptarásum nútímans.27 Í þessu samhengi greinir Ostherr
kvikmyndir sem gerðar voru um berklaforvarnir í Bandaríkjunum á öðrum
áratugnum og lýstu m.a. ferðum ungrar berklasýktrar konu um borgarlífið
í afþreyingarleit, þar sem hún ber smit í samskiptum sínum við fólk. Þessi
kortlagning á frjálsu athafnasvæði ungrar konu í neysluumhverfi nútíma-
borgarinnar, og tenging hennar við samfélagslega ógn berklasmitsins, er
dæmi um myndhverfingu kvenlegs ferðafrelsis í ljósi sóttnæmis.28 Bresku
sjúkdómaforvarnarmyndirnar má líkt og þær bandarísku túlka með hlið-
sjón af upplausn viðtekinna samfélagsgilda á tímum stórfelldra breytinga
á mörkum kynjaðra samfélagssviða. Á upphafsáratugum tuttugustu aldar
tóku konur í Bretlandi, sem og víðar, að leita inn í almannarýmið sem þátt-
takendur í nýju hagkerfi og nýrri félagsgerð kapítalísks neyslusamfélags.
Neyslu- og þjónustuiðnaður með miðstöð í borgarkjörnum bauð upp á
ótal störf fyrir konur af verkamanna- og millistétt, og í frítíma sínum sóttu
konur í ný afþreyingarform, kvikmyndahús, skemmtigarða, sérhannaðar
26 Martin S. Pernick, „Contagion and Culture“, American Literary History, vetur 2002,
bls. 859–862. Fyrir almenna umfjöllun um framsetningarsögu smitsjúkdóma, sjá
einnig Henry E. Sigerist, Civilisation and Disease, Ithaca og New York: Cornell
University Press, 1944; Alan M. Kraut, Silent Travellers. Germs, Genes, and the
„Immigrant Menace“, Baltimore & London: Johns Hopkins UP, 1994; og Nayan
Shah, Contagious Divides: Epidemics and Race in San Francisco’s Chinatown, Berkely,
Los Angeles og London: University of California Press, 2001.
27 Kirsten Ostherr, Cinematic Prophylaxis: Globalization and Contagion in the Discourse of
World Health, Durham, N.C. og London: Duke University Press, bls. 7–11, 28.
28 Sama rit, bls. 11.
KONAN, BORGIN OG KYNSJúKDÓMAR