Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 13
13
við hina svonefndu guðrækni ... Bróðurkærleikinn virðist mér nú
á betri rekspöl, að sleptum öllum æsingum (fanatismus). Samband
einstaklinganna við guðdóminn stöðugt að veikjast.13
Að mati bréfritara hafði guðrækni eða trúariðkun greinilega hrakað al-
mennt þótt trú þeirra sem á annað borð trúðu hefði jafnvel orðið með-
vitaðri. Hjá þeim sem á annað borð skeyttu um trúmál virtist komin aukin
trúarleg glíma í stað umhugsunarlítillar samsömunar áður. Þá virtist bréf-
ritara siðferði fólks hafa tekið framförum.
Hér er vísað til þróunar sem lýsa má svo að hún liggi frá trúarmenningu
til trúarlegrar einstaklingshyggju sem ýmsir kirkjumenn virðast hafa gert
sér ljóst að stæði yfir á upphafsárum 20. aldar.14 Með trúarmenningu er
þá átt við samfélagsaðstæður þar sem merki um iðkun trúar eru hvarvetna
sýnileg í samfélaginu og útbreiddrar trúarlegrar samsömunar gætir meðal
almennings en minna er spurt um persónulega afstöðu. Trúarleg einstak-
lingshyggja einkennist hins vegar af því að trúariðkun ræðst af afstöðu
hvers og eins en ekki hefð eða venju.
Sigurður P. Sívertsen (1868–1938), þá dósent, greindi ástand kirkju-
mála á prestastefnu 1915 í erindi um þær kröfur sem hann taldi að yrðu
gerðar til þjóðkirkjunnar í framtíðinni. Þar hafði hann eftir „mikilhæfum
leikmanni“ „að þjóðkirkja vor sé úti á þekju þjóðlífsins, sé að verða við-
skila við þjóðina“. Lýsti Sigurður orðræðunni um kirkjuna svo að sumir
kvörtuðu yfir því að þröngt væri innan vébanda hennar, öðrum þætti aftur
á móti gæta þar of mikils frjálslyndis, ýmsir teldu kirkjuna vinna þjóðinni
lítið til gagns og margir töluðu um deyfð og áhugaleysi innan þjóðkirkj-
unnar og fyndist „kirkjan á stórum svæðum á landi voru vera að missa öll
tök á hugum manna“.15
Upp úr 1910 leituðust Sigurður P. Sívertsen og Þórhallur Bjarnarson
við að lýsa þeirri þróun sem orðið hafði á kirkjusókn með stuðningi af
messuskýrslum presta. Niðurstaðan varð sú að frekar hefði dregið úr
messuföllum sem skýrt var með því að prestaköllum hefði fækkað og því
væri sjaldnar kallað til guðsþjónustu á hverjum stað. Biskup leit samt svo
á að afturför hefði orðið í guðsþjónustuhaldi almennt og kvað guðsþjón-
13 Sama rit, bls. 166–167.
14 Loftur Guttormsson, „Frá siðaskiptum til upplýsingar“, Kristni á Íslandi. Útgáfu-
málþing, ritstj. Hjalti Hugason, Reykja vík: Alþingi, 2000, bls. 358–359; Björn
Jóns son, „Fyrirlestur síra Björns í Miklabæ: haldinn á prestastefnunni 1910“, Nýtt
kirkjublað 21/1910, bls. 244–251, hér bls. 249–251.
15 Hjalti Hugason, „„... úti á þekju þjóðlífsins““, bls. 102.
KIRKJA Í KRÍSU