Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 210

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 210
210 eins og draugur í nýskólaspeki 19. aldar. Vissulega var heimsmyndin að einhverju leyti ónothæf en eftir stóð að textarnir tjáðu mikilvægi hins nátt- úrulega heims frammi fyrir Guði. Afleiðu- og rökfærsluháttur hinna guð- fræðilegu rita, sem þjónaði kirkju sem lagði sífellt meira upp úr lögfræði, kom þó í veg fyrir að alvöru tengsl mynduðust milli hins nýja vísindaheims og guðfræðinnar. Tilraunum hugsuða á borð við Teilhard de Chardin til að tengja þróun jarðar trúarlegri kenningu var enn sem fyrr mætt með kirkjulegri fordæmingu og þöggun.26 Annað Vatíkanþingið markar þáttaskil í þessari sögu innan kaþólskrar guðfræði, þá hófu menn að beina sjónum að samtali við heim nútímans og leggja áherslu á samræður milli kirkjudeilda og trúarbragða. Í stað þess að tengjast þeirri kristnu guðfræðihefð sem hafði megnað að halda í við vísindalegar framfarir, hneigðist kaþólsk guðfræði inn á svipaðar brautir og guðfræði mótmælenda, sem vegna þrýstings frá hinum stóru „sólum“ (lat. solas) siðbótarinnar – Kristur einn, trúin ein, náðin ein, Ritningin ein – hverfðist mjög um manninn og stöðu hans í heiminum. Sem svar við hinni kvíðablöndnu spurningu siðbótarinnar: „Hvernig finn ég náðugan Guð?“ birtir opinberunin miskunnsaman Guð, sem lýtur að okkur, syndugum mönnum, og réttlætir okkur í Kristi. Þannig verður vitund einstaklings- ins staðurinn þar sem hann mætir Guði, þeim Guði sem huggar óttaslegna samvisku með loforðinu um náð í Kristi. öll guðfræðileg áhersla hefur færst yfir á manninn. Í upphafi siðbótartímans viðgengst þó áfram alljákvæð sýn á sköp- unarverkið. Kalvín skrifaði til dæmis að Guð hefði á svo greinilegan og sláandi hátt greypt guðlega dýrð í verk sköpunarinnar að „hvert sem þú beinir sjónum þínum, þá er hvergi sú ögn af heiminum þar sem ekki má sjá a.m.k. einhvern hluta skínandi neista dýrðar hans“ þrátt fyrir að synd- arinnar vegna þurfum við samt að horfa í gegnum Ritninguna til þess að sjá þetta að fullu.27 Farvegur mótmælendaguðfræðinnar liggur samt til aukinnar afneitunar á öllu sem gæti líkst náttúrulegri guðfræði ka þólskra og tengslum hennar við verkaréttlætingu. Mannleg náttúra í fallvaltleika 26 Pierre Teilhard de Chardin, The Phenomenon of Man, New York: Harper, 1959; The Divine Milieu, New York: Harper, 1960; Hymn of the Universe, New York: Harper and Row, 1965; sjá Wildiers, The Theologian and His Universe, bls. 188–212. 27 John Calvin, Institues of the Christian Religion, þýðing eftir John Allen, Philadelphia: Presbyterian Board of Christian Education, 1936, 1.5.64. Svipuð viðhorf koma fyrir hjá Marteini Lúther, Lectures on Genesis, 1.–5. kafla, og Luther’s Works, vol. 1, ritstj. Jaroslav Pelikan, Saint Louis: Concordia Pub., 1958 og í síðari tíma anglikönskum ritum. ELIZABETH A. JOHNSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.