Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 47
47
Þetta eigi sérstaklega við um þær aðferðir sem notaðar eru við val á prest-
um og mótun biskupsembættisins.
Hjalti varar líka við því að tengja kenningar um sekúlaríseringu beint
við íslenskt samfélag. Hann á erfitt með að samsinna því að einstaklings-
hyggja og sjálfræði í trúmálum hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið með
bæjarmyndun um aldamótin 1900.61 Einstaklingshyggja í mynd skeytingar -
leysis í trúmálum hafi um langan aldur mótað trúarvitund Norðurlandabúa.
Íslendingar séu engin undantekning, en þar hafi heimilisguðrækni vegið
þyngra en kirkjusókn.62 Á Íslandi sé það ekki fyrr en á síðustu áratug-
um sem guðsþjónustuhald verði mótandi þáttur í kristnihaldi. Þessi staða
kristninnar skýri hvers vegna Íslendingar eru ekki „mjög uppteknir af
kennisetningum um það á hvern hátt Biblían og útlegging hennar sé far-
vegur fyrir Guðs orð“.63 Hjalti segir að vissulega hafi fólki á fyrri tíð verið
eðlilegt að skynja sig sem hluta af hópi og stétt, en einstaklingshyggjan
hafi þó alltaf fylgt íslenskri trúarhugsun. Vandinn sem þjóðkirkjan standi
frammi fyrir sé að gera sig að vettvangi þar sem fólk rækti trúna því hún sé
„í eðli sínu samfélagseflandi“.64
4.5 Þjóðkirkjan sem framtíðarsýn
Í hugmyndum Hjalta um þjóðkirkjuna er að finna útópíska þætti. Í því efni
er hann trúr kirkjusýn Schleiermachers og þeim útópísku áherslum sem
eru innbyggðar í kirkjuskilning siðbótarinnar. Schleiermacher var mót-
andi innan siðbótarhreyfinga píetismans, upplýsingarinnar og frjálslyndu
guðfræðinnar. Innan þeirra eru annmarkar sögu- og hefðarhyggju orðaðir
og vísað á leiðir til úrbóta. Það er gert í krafti framtíðarsýnar á skilvirkari
og réttlátari kirkju.
Í umfjöllun sinni byggir Hjalti á greiningarlíkani sínu, sem fyrr er vikið
að, og dregur upp mynd af veruleika sem þjóðkirkjan á að endurspegla að
hans mati og vera fulltrúi fyrir, þ.e. áðurnefnd grunngildi, jafnræðisregl-
una, jákvætt trúfrelsi o.s.frv. Myndin er spennuhlaðin og andstæð mið-
stýringu og söguhyggju. Í skrifum fyrir breiðan lesendahóp fjallar Hjalti
61 Hjalti Hugason, „Ímynd á nýrri öld“, bls. 50; Hjalti Hugason, „Trúarhefð á
Norður löndum í ljósi kirkjusögunnar“, bls. 58.
62 Hjalti Hugason, „Trúarhefð á Norðurlöndum í ljósi kirkjusögunnar“, bls. 63.
63 Sama rit, bls. 71.
64 Hjalti Hugason, „Ímynd á nýrri öld“, bls. 51.
ÞJÓðKIRKJA OG KRÍSA