Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 92
92
helstu talsmenn þessarar hreyfingar voru séra Lárus Halldórsson, fyrsti
prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, en hann gaf út tímarit sem hét
Fríkirkjan. Næstan má nefna séra Sigurð Stefánsson í Vigur sem var öfl-
ugur stjórnmálamaður og sveitarhöfðingi. Í þessari fylkingu var Friðrik
Friðriksson framkvæmdastjóri KFUM, Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason,
lengi ritstjóri kristilega tímaritsins Bjarma sem fyrst kom út árið 1907.
Sigurbjörn var lengi áhrifamaður í Dómkirkjusöfnuðinum í Reykjavík.
Í þessari fylkingu voru dómkirkjuprestarnir séra Jóhann Þorkelsson og séra
Bjarni Jónsson, sá síðarnefndi var einn af drengjunum hans séra Friðriks.
úr röðum þessarar fylkingar bárust háværar kröfur um að guðfræðikenn-
urum og prestum, sem héldu fram gagnrýni frjálslyndu guðfræðinnar á
erfikenningar og játningar kirkjunnar, bæri að segja sig frá embættum
sínum eða verða vikið frá störfum ella. Röksemdin var m.a. sú að stuðn-
ingur ríkisins við kirkjuna byggðist á því að hún væri bundin við evang-
elísku-lúthersku játningarnar.48 Urðu þessar deilur mjög harðar og það
að þjóðkirkjan klofnaði ekki né var aðskilin frá ríkinu var ekki kirkjunnar
mönnum að þakka heldur þörf hins unga íslenska ríkisvalds fyrir stuðning
og vernd kirkju sem var hefðbundin umgjörð um trúarlíf og trúarmenn-
ingu landsmanna.49
Á fyrsta skeiði frjálslyndu guðfræðinnar störfuðu þeir Jón Helgason og
Haraldur Níelsson náið saman enda voru þeir báðir viðriðnir nýja þýðingu
Biblíunnar sem var mikið starf sem unnið var að mestu á fyrsta áratug 20.
aldarinnar. Varðandi þau álitaefni sem upp komu á þeim vettvangi stóðu
þeir þétt saman og vörðu sjónarmið fræðanna við val á textum og túlkun
þeirra. Á öðrum vettvangi voru þeir hins vegar á andstæðri skoðun en
það var um spíritismann og mikilvægi sálarrannsókna fyrir guðfræðina og
boðun kirkjunnar.
Haraldur hafði hellt sér af áhuga og krafti í að kanna miðlafyrirbæri
og taldi sig í þeim sjá hliðstæður við þau undur og kraftaverk sem Biblían
greinir frá, upprisu dauðra, engla af himni, yfirnáttúrulegar lækningar og
nærveru heilags anda. Á miðilsfundunum taldi hann sig upplifa svipuð
fyrirbæri og sagt er frá í Nýja testamentinu að lærisveinar Jesú hafi upp-
lifað og fyrstu kristnu söfnuðirnir. Hann endurnýjaðist og efldist í trú sinni
á Jesú Krist og taldi sig og aðra eiga beinan og milliliðalausan aðgang að
honum en túlkun, helgisiðir og kenningar sem kirkjan hafði komið sér upp
48 Jón Helgason, Til andmælenda minna, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1914, bls.
40–45.
49 Sjá Pétur Pétursson, Church and Social Change, bls. 136–141.
PÉTUR PÉTURSSON