Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 58
58
hefur kristin siðfræði boðað blessun Guðs yfir samlíf þessarar tvenndar
og vísað í 1. kafla Mósebókar því til stuðnings: „Og Guð skapaði manninn
eftir sinni mynd. Hann skapaði hann eftir Guðs mynd. Hann skapaði þau
karl og konu. Guð blessaði þau. Og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm,
fjölgið ykkur og fyllið jörðina“ (v. 27–28).9 Á grundvelli túlkunar á þess-
um ritningartexta hefur kristin kynlífssiðfræði lagt áherslu á hjónabandið
og kynlífið sem gagnkynhneigð fyrirbæri.10 Samkynhneigð, tvíkynhneigð
og allt kynferðislegt atferli utan hjónabands hefur í kristinni hefð verið
fordæmt að meira eða minna leyti, kallað synd og afbökun á hinum nátt-
úrulega og rétta tilgangi kynlífs sem sé fjölgun mannkyns.11
Markmið greinarinnar er að rökstyðja það að ríkjandi viðhorf gagn-
kynhneigðarhyggju þurfi róttækrar endurskoðunar við. Sú endurskoðun
þarf ekki síst að eiga sér stað á kirkjulegum vettvangi en sem slík hefur
kristin kirkja öðrum samfélagsstofnunum fremur staðið vörð um hið gagn-
kynhneigða forræði og litið á alla aðra kynhneigð en gagnkynhneigð sem
ónáttúrulega. Það er mat greinarhöfundar að kirkjur, hvar í heiminum sem
þær starfa, standi frammi fyrir vali sem valdið geti vissum straumhvörf-
9 Árið 2004 kallaði sænska kirkjan helstu sérfræðinga landsins saman til málþings
um samkynhneigð og hjónaband. Fulltrúar trúfélaganna skiptust í tvo hópa varð-
andi hjónaband samkynhneigðra. Prestar og guðfræðingar sem voru andvígir því
sögðu m.a.: „Kirkjan getur ekki blessað það sem Guð hefur ekki blessað“, „Kristið
hjónaband getur aðeins átt sér stað milli karls og konu vegna þess að Guð ákvað
það“, og „Kynlíf karls og konu er blessað af Guði til að vera sá kraftur ástar sem
uppfylla á jörðina“. Kärlek, samlevnad och äktenskap: Rapport från en offentlig hearing
den 6–9 september 2004. Uppsala: Svenska Kyrkan, 2005, bls. 166, 222, 268. Þýðing
greinarhöfundar.
10 Til dæmis var mikið vísað í þennan texta innan sænsku kirkjunnar í aðdraganda
kynhlutlausra hjúskaparlaga þar í landi. Sjá einnig hirðisbréf biskups Íslands, Karls
Sigurbjörnssonar, Í birtu náðarinnar, Reykjavík: Skálholtsútgáfan, bls. 154–156.
Karl byrjar kaflann um hjónabandið á að vísa til 1Mós 1.27–28 og skrifar síðan:
„Í þessari gagnkvæmni kynjanna og samfellu andstæðnanna er hjónabandið fólgið,
þau tvö verða eitt, einn maður, eitt í vilja og verki, ást og trú.“ Síðar í hjónabands-
kaflanum skrifar Karl: „Kristið hjónaband er sáttmáli karls og konu fyrir augliti
Guðs, sáttmáli um ævarandi tryggð, ást og virðingu. Í hjónavígslunni heita karl og
kona hvort öðru ævitryggðum, …“
11 Tal um synd í tengslum við kynlíf heyrir ekki bara sögunni til í kristnu samhengi. Í
kaflanum um samkynhneigð í hirðisbréfi sínu spyr Karl Sigurbjörnsson: „Er sam-
kynhneigð meiri synd en ýmislegt annað sem fordæmt er í lögmálinu og bréfum
postulanna, en sem flestir eru nú sammála um að eru forboð bundin samtímamenn-
ingu þeirra?“ Karl Sigurbjörnsson, Í birtu náðarinnar, bls. 160.
SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR