Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 184
184
Ég man alltaf eftir þessu örlagamómenti þegar ég ýtti á „send“ og
greinin um „Bláu höndina“ flaug frá mér. Rétt áður fylltist ég skyndi-
lega stórum efa. Kannski hefði ég kolrangt fyrir mér og Baugsmenn
væru allir bófar og ræningjar? En ég treysti á eðlisávísunina og sam-
kvæmt öllum teiknum virðist hún hafa haft rétt fyrir sér […]. Í kjöl-
farið á þessu öllu hef ég svo auðvitað verið dæmdur sem Baugspenni.
Það er eðlilegt á litlu landi: Ef maður er á móti einum hlýtur maður
að vera með hinum. En stimpill lyginnar flagnar fljótt af sannleik-
anum. […] Ég skrifa blaðagreinar um mál sem brenna á mér, þegar
mér ofbýður eitthvað. Mér finnst ég alltaf hafa rétt fyrir mér. En
svo getur sagan auðvitað leitt annað í ljós. Margir rithöfundar hafa
reyndar lent í að hafa rangt fyrir sér í pólitík, Laxness, Þórbergur,
Gunnar Gunnarsson, Hamsun og fleiri. Mér finnst það hlutverk
mitt að tala ef enginn annar gerir það.47
Svar Hallgríms gefur til kynna að þetta hafi fyrst og fremst snúist um
að standa með sannleikanum, en ekki um þá flokkadrætti sem réðu öllu
í umræðunni. „[S]timpill lyginnar flagnar fljótt af sannleikanum,“ segir
hann. Hallgrímur átti þó eftir að skipta aftur um skoðun sumarið 2009,
rúmum tveimur og hálfu ári síðar, þegar hann sagði í viðtali við DV: „Fyrir
um það bil ári hitti ég háttsettan Baugsmann sem gumaði af því að hann
gæti notað sína miðla eins og hann vildi. Það var sorgleg uppgötvun og ég
hugsaði með mér: Fjandinn hafði það, Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér.
Þetta voru og eru Baugsmiðlar.“48
Ef tilgangur Hallgríms með viðtalinu í DV 2009 var að fjarlægja sig enn
frekar Baugsstimplinum með því að gangast inn á forsendur yfirlýstasta
andstæðings síns varð honum ekki að ósk sinni.49 Orð hans færðu bara fleiri
47 Hrund Gunnsteinsdóttir, „Alltaf sami Hallgrímurinn“, Viðskiptablaðið 22. febrúar
2007, bls. 23.
48 Sjá ítarlega umfjöllun Eyjunnar um málið 27. ágúst 2009: „Viðskiptablaðið um
játningu Hallgríms Helgasonar og menningarelítuna: Af hverju þessi þögn?“, sótt 4.
apríl 2012 af http://eyjan.is/2009/08/27/vidskiptabladid-um-jatningu-hall-grims-
helga-og-menningarelituna-af-hverju-thessi-thogn/. Sjá einnig Ásgeir Jónsson,
„Bylting er besta skilnaðarþerapían“ [viðtal við Hallgrím Helgason], DV 21. ágúst
2009, bls. 33.
49 Vandamálið við notkunina á hugtakinu Baugsmiðill í íslenskri umræðu er að aðrir
miðlar eru undanskildir eignarhaldshugmyndinni. Að sjálfsögðu hefur eignarhald
Baugsmiðlanna áhrif á fréttaflutninginn þar, en hið sama má segja um aðra íslenska
miðla, eins og t.d. Morgunblaðið, sem er í eigu annarra hagsmunasamtaka, en þar
hefur eignarhald ekki síður áhrif á fréttaflutninginn. Um flókið samspil eignarhalds
og miðlunar má m.a. lesa í Edward Herman and Noam Chomsky, „A propaganda
ALDA BJöRK VALDIMARSDÓTTIR OG GUðNI ELÍSSON