Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 59
59
um.12 Valið snýst um það hvort kirkjurnar treysta sér í róttæka endurskoð-
un á gagnkynhneigðarhyggju kristinnar hefðar eða ekki. Með tilvísunum
til margs konar mannréttinda- og þróunarvinnu auk rannsókna á sviði
kynfræði og siðfræði er í þessari grein bent á siðferðilegar ástæður fyrir
því að kirkjur um víða veröld stígi ákveðin skref í átt til slíkrar endurskoð-
unar. Það sem einkum mælir með slíkri endurskoðun er sú staðreynd að
mismunun, jaðarsetning og ofbeldi gegnsýrir veruleika hinsegin fólks víð-
ast hvar í heiminum og hefur áhrif á heilsu þess, öryggi og velferð alla. Að
því beinast fordómar sem byggja á gagnkynhneigðarhyggju, fordómar sem
eiga sér ekki síst trúarlegar og þar með m.a. kristnar rætur.13 Fordómar og
mismunun gagnvart hinsegin fólki er siðferðilegt vandamál sem kirkjunni,
í víðtækustu merkingu þess orðs, ber að bregðast við.
Fjötrar vestrænna, kristinna hugmynda um kynlíf
Í tímamótagrein (1984) hélt mannfræðingurinn Gayle Rubin því fram
að vestrænar hugmyndir um kynlíf væru í margföldum fjötrum og þeir
fjötrar væru ekki síst af kristnum toga spunnir.14 Undir þá skoðun hafa
margir guðfræðingar tekið á síðari árum15 og bent meðal annars á neikvæða
afstöðu Páls postula og Ágústínusar kirkjuföður gagnvart kynlífi. Þannig
lagði Páll postuli mikilvægan grunn að hinum siðferðilega og kynferðis-
lega taumhaldsramma sem legið hefur til grundvallar vestrænni, kristinni
menningu. Sá rammi aðgreinir hið rétta kynlíf frá hinu ranga, en best
af öllu er ekkert kynlíf.16 Í sjöunda kafla Fyrra Korintubréfs skrifar Páll:
12 Með því að tala um straumhvörf vísa ég til þeirrar merkingar sem oft er lögð í
hugtakið krísa eða kreppa. Sjá grein Hjalta Hugasonar, „Kirkja í krísu: Íslenska
þjóðkirkjan mætir nútímanum“ og grein Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, „Þjóðkirkja
og krísa“ í þessu hefti Ritsins.
13 Lotta Samelius og Erik Wågberg, Sexual Orientation and Gender Identity, bls.
19–27.
14 Gayle Rubin, „Thinking Sex: Notes for a Radical Theory of the Politics of Sex-
uality“, Pleasure and Danger: exploring female sexuality, ritstj. Carole S. Vance,
Boston, London, Melbourne og Henley: Routledge & Kegan Paul, 1984, bls.
267–319.
15 Marvin M. Ellison, Erotic Justice: A Liberation Ethics of Sexuality, Louisville: West-
minster, John Knox Press, 1996, bls. 15–29; Kathy Rudy, Sex and the Church:
Gender, Homosexuality, and the Transformation of Christian Ethics, Boston: Beacon
Press, 1997, bls. 1–14; Marvin M. Ellison, Same-Sex Marriage? A Christian Ethical
Analysis, Cleveland og OH: The Pilgrim Press, 2004, bls. 36–54.
16 Hér má vísa til orða Páls í 1Kor 7 þar sem hann talar um að það sé „gott fyrir mann
að vera ekki við konu kenndur (v. 1), jafnframt því sem hann telur óhjákvæmilegt
KYNHNEIGð Í KRÍSU