Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 171
171
talað opinskátt og heiðarlega um útrásarviðhorf sín á árunum fyrir hrun
og segist jafnframt aldrei hafa þegið krónu frá Baugi. Þetta er forvitnilegt í
ljósi þess að ýmsir kollegar hans þáðu styrki frá útrásarvíkingunum án þess
að sérstaklega sé talað um slíkt á netinu eða í fjölmiðlum.
Opinbera atlagan að Hallgrími er ekki síst áhugaverð vegna ábyrgð-
arinnar sem rithöfundar eru taldir þurfa að sýna í öllu því sem þeir taka sér
fyrir hendur. Hallgrímur telur sjálfur siðferðislega ábyrgð höfunda mikla
líkt og sjá má í bók hans Höfundur Íslands,7 en hún var almennt lesin sem
tilraun til þess að grafa undan veldi Halldórs Laxness í íslensku menn-
ingarlífi og Hallgrímur sjálfur kom þeirri túlkun á framfæri í viðtölum.8
Höfundinum er ætlað að taka ábyrgð á lífi sínu, persónu og skrifum, en
lesandinn og þjóð hans eiga heimtingu á að hann sé siðferðilegur kompás
og leiðarvísir.
Jafnframt verður að taka sífellda endurskilgreiningu Hallgríms Helga-
sonar á sjálfum sér inn í hvers konar greiningu á höfundarímynd hans.
Fyrir útgáfu Höfundar Íslands var hann fyrst og fremst fjöllistamaður
sem vann jöfnum höndum að myndlist, ritstörfum og pistlaskrifum, auk
þess sem hann kom fram sem skemmtikraftur. Með skáldsögunni festir
Hallgrímur sig í sessi sem rithöfundur og samfélagsrýnir sem skrifar lang-
ar greinar í blöð og tímarit um málefni líðandi stundar. Ímynd Hallgríms
undanfarinn áratug er þó ekki síður mótuð af pólitískum menningar- og
hagsmunaátökum. Hið sögulega uppgjör sem finna mátti í skáldsögunni
gerði það að verkum að hægrisinnuð valdaklíka undir forystu Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar tók Hallgrími opnum örmum og hugsanlega
má skilja gagnrýni hans á Davíð Oddsson tæpu ári síðar sem tilraun
til þess að fjarlægja sig slíkum samherjum. Með „Baugi og bláu hend-
inni“ var Hallgrími líka umsvifalaust skipað í lið með stuðningsmönnum
Samfylkingar, Baugs og Jóns Ásgeirs. Gagnrýni hans á Davíð Oddsson
og helmingaskiptareglu íslenskra stjórnmála var túlkuð sem stuðningur
við útrásarvíkingana og notuð til þess að gengisfella höfundarnafn hans.
Við fall íslensku bankanna í september 2008 tók því við enn eitt tímabil
endurmótunar hjá Hallgrími, en í kjölfarið var hann neyddur til þess að
gera opinberlega upp meint tengsl sín við Baug á sama tíma og hann hellti
sér út í mótmæli gegn íslensku stjórnarflokkunum í búsáhaldabyltingunni
7 Hallgrímur Helgason, Höfundur Íslands, Reykjavík: Mál og menning, 2001.
8 Um þetta má nánar lesa í Alda Björk Valdimarsdóttir, Rithöfundur Íslands, Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2008, bls. 139–183; Alda Björk Valdimarsdóttir, „Vera Hertzsch:
dæmisögur um siðferði skálds“, Skírnir 181/2007 [vor], bls. 36–58.
„OG EFTIR SITJUM VIð MEð SEKTARKENND Í BRJÓSTI“