Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Blaðsíða 51
51
Siðbótin og bókin séu því óaðskiljanlegur veruleiki, þar sem bókmenntir
og listir séu nýttar til trúarlegrar tjáningar. Að mati Gunnars hefur orðið
vikið fyrir tákninu í samtímanum. Áherslan á að orða sameiginlega reynslu
á almennan máta hafi vikið fyrir vægi stundlegrar upplifunar. Prestar hafi
horfið frá „vitsmunalegu, menntandi og uppbyggjandi orðræðu, í átt til
tákna og tákngjörninga, þeim mun meir breikkar bilið milli kirkjunnar og
hugsandi fólks vítt og breitt í samfélaginu“. Þetta hefur getið af sér guð-
fræðilega lágkúru, segir Gunnar, þar sem unnið er með guðsmynd sem
er lítið annað en „viljalaus dekurdúkka sem prédikarinn mótar í höndum
sér“.77 Guðdómurinn vilji hér öllum vel, en sé einskis megnugur. Trúin
hafi hér það markmið að öllum líði vel, brosi við komandi degi og menn
séu góðir hver við annan. Trú og siðferði sé auk þess ruglað saman. Sá mis-
skilningur fái byr undir báða vængi að kirkjan stýri siðum og siðgæði sam-
félagsins í stað þess að höfða til dýpri þátta í tilvist mannsins og trú hans.
Þess vegna komi það ekki á óvart að hempunni, sem sé klæði mennta-
manna, skuli skipt út fyrir ölbu, sem sé klæði helgisiðatæknisins.78 Bæta
megi við almennu áhugaleysi presta á annarri framhaldsmenntun en þeirri
sem snýr að sálusorgun og helgisiðum. Það komi því lítt á óvart að prest-
urinn fari undan í flæmingi þegar hann á að skýra út hvað felst í því að
hann sé guðfræðingur. Margir hafi hreinlega ekki metnað til að sýna hvað
í því felist.79 Flótti kirkjunnar og þjóna hennar frá menningu orðsins birtir
vel „krísu“ kirkjunnar, að mati Gunnars.
6. Niðurstaða
Hugtakið „krísa“ er samofið evangelísk-lútherskri kirkju og guðfræði.
Færa má rök fyrir því að evangelísk-lúthersk kirkja mótist af hugmyndum
um „krísu“, greiningu hennar og leit að framtíðarsýn til að leysa hana. Í
því samhengi telur Hjalti Hugason að kirkjan verði að hafa skýra fram-
tíðarsýn sem innihaldi afstöðu með þeim húmanísku grunngildum sem
vestræn menning byggist á og verði þar að auki að virða lýðræðisreglur
samfélagsins þar sem jákvætt trúfrelsi og jafnræðisregla er í heiðri höfð.
Kirkjusýn Hjalta mótast hér af kirkjusýn siðbótarmanna og útfærslu henn-
ar hjá Schleiermacher, svo og í frjálslyndri guðfræði. Gætir hjá honum
nokkurrar áherslu á þann skilning að þörf sé á hópi innan kirkjunnar sem
77 Sama rit, bls. 222, 226.
78 Sama rit, bls. 222.
79 Sama rit, bls. 226.
ÞJÓðKIRKJA OG KRÍSA