Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 60

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2012, Page 60
60 „Hinum ógiftu og ekkjunum segi ég að þeim er best að halda áfram að vera ein eins og ég. En hafi þau ekki taumhald á sjálfum sér, þá gangi þau í hjónaband því að betra er að ganga í hjónaband en að brenna af girnd“ (v. 8-9). Hið ranga kynlíf er allt kynlíf sem ekki fer fram innan hjónabands- ins. Það er fordæmt sem synd gegn vilja Guðs sem skapað hefur kynlífið fyrir hjónabandið. Kynlíf og hjónaband er því ófrávíkjanlega samtengt enda eru flestir hæfir til að vera í hjónabandi en aðeins örfáum hlotnast sú náðargjöf Guðs að lifa einir og vera skírlífir (sbr. 1Kor 7.7). Ágústínus skilyrti allt kynlíf innan hjónabandsins og gat einungis sætt sig við það sem tæki til að fjölga mannkyni. Kynlíf sem ekki hafði fjölgun að tilgangi var syndsamleg sjálfsfróun og sjálfselska en hjónaband var hins vegar sáttmáli um það að gerast foreldrar. Af eigin reynslu af kynlífi utan lögmæts hjúskapar áður en hann snerist til kristni dró Ágústínus síðar þá ályktun að allt hefði það verið „gálaust girndarráð, án vits og athuga“.17 Í skrifum hans kemur fram það viðhorf að ef syndin hefði ekki komið til hefði verið mögulegt að fjölga sér á skynsamlegan og yfirvegaðan hátt, svipað og þegar sáð er í akur. Kynlíf án girndar virtist honum þó vart mögulegt – ekki einu sinni innan hjónabands – og því er allt kynlíf markað syndinni, að meira eða minna leyti.18 Kaþólski siðfræðingurinn Christine Gudorf bendir á að hið neikvæða, fornkristna viðhorf til kynlífs eins og það sem birtist hjá Ágústínusi byggist á þeirri forsendu að kynlíf sé svo máttugt fyrirbæri að manneskjan missi alla stjórn á sér við ástundun þess. Að vera stjórnlaus sé siðferðilega illt því það geri manneskjuna ábyrgðarlausa og leiði til þess að hún forsómi siðferðilegar skyldur sínar. Í augum margra kirkjufeðra og trúarleiðtoga, ályktar Gudorf, var ímynd hins góða, kristna manns því sú að hann skyldi forðast kynlíf eins og heitan eldinn og leitast við að uppfylla hjúskapar- skyldur sínar með eins lítilli kynlífsánægju og mögulegt væri.19 að fólk giftist til að forðast saurlífi. Síðar í sama kafla skrifar hann: „Um einlífi hef ég enga skipun frá Drottni. En álit mitt læt ég í ljós eins og sá er hlotið hefur þá náð of Drottni að vera trúr.“ (v. 25). Hér er vert að geta þess að meinlætalíf (e. asceticism) á sér ekki aðeins djúpar rætur í kristinni siðmenningu heldur nær hún allt aftur til Forn-Grikkja. 17 Ágústínus. Játningar, þýðandi Sigurbjörn Einarsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs, 1962, bls. 80. 18 Ágústínus, On Marriage and Concupience, 1. bók, 17. kafli, sótt 15. maí 2012 af http:// www.newadvent.org/fathers/15071.htm. 19 Christine E. Gudorf, Body, Sex and Pleasure: Reconstructing Christian Sexual Ethics, Cleveland: Pilgrim Press 1994, bls. 81–83. SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.