Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 9
Gunnlaugur A. Jónsson
Inngangsorð
Á síðari árum hefur áhugi guðfræðinga vaxið mjög á sambandi almennra
bókmenntafræða og guðfræði. „Biblían sem bókmenntir“ hefur orðið sér-
stakt fræðasvið innan biblíufræða og notið mikilla vinsælda. Þá hefur
áhrifasaga Biblíunnar dregið til sín aukna athygh, en þar er tvímælalaust
um að ræða mjög áhugavert en jafnframt vanrækt fræðasvið. Er þar ekki
síst átt við áhrif Biblíunnar á bókmenntir og listir í víðustu merkingu þess
orðs. Því er þó ekki að leyna að hið bókmenntafræðilega viðhorf til rann-
sókna ritninganna hefur löngum orðið útundan í biblíufræðunum þar sem
megináherslan hefm- oftast legið á iiimmi sögulegum rannsóknum.
Rit þetta er helgað minningu séra Jakobs Jónssonar dr. theol. (1904-
1989), en hann var alla tíð áhugamaður um bókmenntir, ekki síst leik-
bókmenntir. Segja má að sá áhugi hans hafi verið kveikjan að doktors-
ritgerð hans, Humour and Irony in the New Testament, og ráðið miklu um
skilning hans á Nýja testamentinu. Yfirskrift þessa rits, Biblían og bók-
menntirnar, er því mjög í anda dr. Jakobs Jónssonar. Þar er á margvísleg-
an hátt fjallað um áhrif Biblíunnar á bókmenntimar eða samspilið þar á
milli.
Hér á eftir fer örstutt lýsing á því efni sem er að finna í þessu hefti.
Fyrsta greinin er skrifuð af Bruce Metzger prófessor emeritus við
Princetonháskólann í Bandaríkjunum. Gerir hann þar grein fyrir kynnum
sínum af dr. Jakobi.
Álfrún Gunnlaugsdóttir fjallar lun fáeina þætti sem tengjast Biblíimni í
þremur skáldsögum frá Suður-Ameríku, sem allar hafa verið þýddar á ís-
lensku. Þær eru: Forseti lýðveldisins, Pedro Púramo og Hundrað ára
emsemd. Skáldsögur þessar eiga fleira sameiginlegt en að hafa verið þýdd-
ar á íslensku. Allar persónur bókanna þriggja, nema þær sem saklausar
eru í anda, virðast eiga sök á því sjálfar hvemig fer, því veldur hvorki yfir-
náttúrulegt né guðlegt afl. Sök þerrra er skortur á ást í víðri og allt að því
trúarlegri merkingu orðsins. í sögunum öllum em endurtekin stef, sem á
sinn hátt eru siðfræðilegs eðlis og örlar þar á hugmyndmn existensíalista.
„Vonleysið sem virðist grípa einhveija við lestur þessara skáldsagna,
7