Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 10
Gunnlaugur A. Jónsson
stafar kannski af því að trúarbók kristinna manna býður upp á von,
framtíð, endurlausn, paradís. Og í þá bók vísa sögumar þijár í allnokkrum
mæli. Að vísu með öfugum formerkjmn,“ skrifar Alfrún.
í grein sinni um biskupasögur segir Ásdís Egilsdóttir frá viðhorfum fyrri
fræðimanna til biskupasagna, þar sem einkum var lögð áhersla á
heimildagildi þeirra þar til menn komu auga á tengsl biskupasagnanna við
erlendar játarasögur. Höfundur rekur helstu einkenni játarasagna og
bendir á tengsl biskupasagna við þær. í ljós kemur að sögumar hafa
skylda frásagnargerð og minni. Bent er á að ástæðan sé ekki sú að hver
sagan líki eftir annarri, heldur séu höfundar þeirra markvisst að sýna
áheyrendum sínum fram á að aðalpersóna sögunnar sé þess verðug að vera
skipað á bekk með þekktum helgum mönnum. Vinnubrögð þeirra séu því í
samræmi við guðfræðilegan persónuleikaskilning miðalda.
Það er við hæfi að í riti sem helgað er minmngu dr. Jakobs Jónssonar sé
að finna grein á sviði nýjatestamentisfræða. Grein Clarence E. Glad er á
því fræðasviði en hún fjallar um 8. kafla 1. Korintubréfs. Þar setur
Clarence fram þá tilgátu að í kaflanum megi greina deilur um kennslu-
aðferðir inilli Páls postula og hinna svonefndu „vitm“ í Korintuborg.
Gengur Ciarence hér gegn ríkjandi túlkvm á þessum kafla, en sú túlkun ber
saman ýmis stef kaflans við samtíma heimsslitabókmenntir er fjalla um
síðari tírna glötun manna handan heims. Gegn þeirri túlkun ber Clarence
textann saman við bókmenntir uppeldisfræðilegs eðlis þar sem finna má
sambærileg minni og færir rök fyrir þeirri ritskýringu að sá félagslegi raun-
vemleiki sem umræddur texti er hluti af veiti okkur innsýn í gagnrýni Páls
á kennsluaðferðir sem hindra framför hinna óstyrku í trú sinni. Sýnir
Clarence fram á hvemig Páll færir sér í nyt ýmsa kennsluhætti samtíðar-
manna sinna.
I grein sinni um píslarsögu Jesú Krists og Passíusálma Hallgríms
Péturssonar bendir Einar Sigurbjömsson á að dulúð hafði mikil áhrif á
lútherska trúrækni á dögum rétttrúnaðarins og að þjáning Krists hafi
skipt miklu í því sambandi. Þessi áhrif hafa verið varanleg hér á landi fyrir
Passíusálma Hallgríms Péturssonar, en hann lítur á atburði píslar-
sögunnar eins og þeir gerist samtímis í fortíð og nútíð. Jesús Kristur er í
íhugun Hallgríms hvergi fjarlægur, heldur hvarvetna nálægur, ekki síst í
þjáningunni, en þar á hver trúuð manneskja í honum bróður.
Steinsbiblía (1728) hefur löngum verið talin verst allra íslenskra biblíu-
þýðinga, dönskuskotin og óvönduð. I grein sinni ber Guðrún Kvaran Steins-
biblíu saman við danska biblíu og íslenskar biblíuþýðingar og leitast
þannig við að varpa ljósi á vinnubrögð Steins biskups Jónssonar (1660-
8