Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 11
Inngangsorö
1739). Guðrún kemst að þeirri niðurstöðu að víða hafi Steinn þrætt dönsku
þýðinguna of nákvæmlega þannig að málið á textanum hafi spillst. Annars
staðar takist honum hins vegar betur upp en Þorláki (Þorláksbiblía 1644),
bæði í vali orða og röð þeirra í setningu. Guðrún leggur áherslu á að texta
Steins þurfi að skoða með augum 18. aldar mannsins. Danskur orðaforði
hafi þá hfað góðu lífi meðal íslendinga og engar heimildir írá tímmn Steins
séu mn að landsmenn hafi fordæmt málið á þýðingu hans.
Gunnar Kristjánsson fjallar um John Milton (1608-1674), höfund
Paradísarmissis, og þýðingu sr. Jóns Þorlákssonar (1744-1819) á þessu
stórbrotna verki Miltons. En þessi þýðing sr. Jóns á Bægisá er almennt
talin hans merkasta verk. Söguþráður verksins, sem byggist á sögu 1.
Mósebókar af Adam og Evu, er rakinn og bent er á einn merkasta galdur
Miltons í verkinu, þ.e. að vekja spumingar í huga lesandans.
Gminar Stefánsson gerir grein fyrir trúarlegum viðhorfúm í kveðskap
Davíðs Stefánssonar. Þar fjallar hann um þá fjölbreyttu andans fæðu sem
20. öldin hefur boðið upp á. Margt af því er óskylt kristindómi en hafði
áhrif á Davíð Stefánsson. Davíð skynjaði hins vegar tilveruna alla í hendi
æðri máttar og rauði þráðurinn í trú hans frá æsku til efri ára var ástin á
Kristi. Sá Kristur sem stígur fram í kvæðum Davíðs er umfram allt bróðir
smælingjans. Um frægasta trúarljóð Davíðs, A föstudaginn langa, segir
Gunnar að þótt Davíð hefði ekki ort neitt annað trúarlegt myndi hann í
krafti þessa kvæðis teljast í hópi mestu íslensku trúarskálda aldarinnar.
Jón G. Friðjónsson Qallar um áhrif Biblíunnar á íslenskt mál. Sýnir
hann með dæmum af málsháttum, einstökum orðum í nútímamáli og
orðatiltækjum að áhrif Biblíunnar á íslenskt mál séu mjög mikil. Fjölmörg
orð og orðatiltæki, sem bera ekki uppruna sinn með sér, eigi rætur sínar í
Biblíunni. Jón bendir á að íslenskan hafi jafnan sótt styrk sinn til þess
sem best hefur verið ort og skrifað og þar hafi íslenskt biblímnál lagt mjög
mikið af mörkum.
Pétur Pétursson fjallar um trúarlegt afturhvarf Matthíasar Ólafssonar
bónda frá Fellsströnd, sem hann varð fyrir eftir tveggja daga vist í
húsakynnum Hjálpræðishersins í Reykjavík sumarið 1898 og snéri heim í
sveit sína gjörbreyttur maður. Margir sveitungar hans snérust til fylgis við
Hjálpræðisherinn vegna vitnisburðar hans og úr varð einstæð vakning á
íslandi meðal bænda. í greininni lýsir Pétur aðdraganda afturhvarfs
Matthíasar og kannar félagslegar og sálfræðilegar forsendur þess. Sú
tilgáta er sett fram að ákveðnir textar úr Opinberunarbók Jóhannesar og
ákveðin tákn í skjaldarmerki Hjálpræðishersins hafi mótað afturhvarfs-
reynslu bóndans.
9