Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Side 15
Alfrún Gunnlaugsdóttir
Með öfugum formerkjum
Þrjár skáldsögur frá Suöur-Ameríku
Öldum saman sóttu skáld gjaman efnivið til Biblíunnar, eða ef til vill væri
réttara að segja til helgiathafna kristinnar trúar. Því að ekki höfðu allir
Biblíuna undir höndinn. Nú á dögum geta flestir í hinum kristna heimi
nálgast þessa bók á eigin tungu, en þá bregður svo við að áhugi skálda á
að sækja til hennar yrkisefni hefur minnkað til muna, þó að vitaskuld séu
alltaf til undantekningar. Nútímaskáld og rithöfundar sækja fremur til
Biblívumar almennar hugmyndir, mynd- og líkingamál, auk annars af
sama meiði. A hinn bóginn er sjaldgæft að slíkt sé látið bera uppi heilu
verkin. I spænskumælandi löndrnn Suður-Ameríku hefur það þó verið gert í
hokkrum mæh, en samt ekki til að halda í heiðri fomum venjum, heldur
virðist um að ræða viðleitni til að blása nýju lífi í skáldsagnagerð þessara
landa. Ekki mundi ég treysta mér til að svara þeirri spumingu hvers vegna
þetta gerist fremur þar en annars staðar, en teldi þó hæpið að benda
aðeins á ítök kaþólsku kirkjunnar á þessum slóðum í hugum manna og
menningu. Öflu líklegra er, að á ferðinni séu margir samverkandi þættir
sem eiga sér rætur í vestrænni menningu, og er ekki úr vegi að benda á
vægi goðsagna af ýmsmn toga í skáldsagnagerð þessarar aldar.
Hér á eftir mun ég fjalla um fáeina þætti, sem tengjast Biblíunni, í
þremur skáldsögum frá þremur löndiun Suður-Ameríku. Verkin vom ekki
eingöngu valin vegna sameiginlegra einkenna, enda eiga þau líka margt
ósammerkt, heldur var einnig haft að leiðarljósi að þau em til í þýðingum
á íslensku og ættu þar af leiðandi að vera flestöllum aðgengileg. Verkin
þijú em: Forseti lýðveldisins, Pedro Páramo og Hundrað ára einsemd.1
Við samningu þessarar ritgerðar hef ég stuðst við við eftirtaldar útgáfur:
Miguel Angel Asturias, EI Senor Presidente, Buenos Aires 1971. Juan
Rulfo, Pedro Páramo, México 1971. Gabriel García Márquez, Cien anos de
soledad, Barcelona 1969.
Þýðingar á þessum verkum á íslensku eru: Forseti lýðveldisins, þýð.
Hannes Sigfússon, Reykjavík 1964. Pedro Paramo, þýð. Guðbergur
Bergsson, Reykjavík 1984. Hundrað ára einsemd, þýð. Guðbergur Bergsson,
Reykjavík 1982.
13