Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 16
Álfrún Gunnlaugsdóttir
I.
Forseti lýðveldisins nefnist á fnimmálinu El Seiior Presidente (þ.e. Herra
Forsetinn) og er eftir Miguel Angel Asturias (1899-1974), sem var frá
Guatemala. Asturias virðist hafa verið lengi að skrifa þetta verk. Á
seinustu síðu bókarinnar kemur fram (ekki þó í íslensku þýðingunni) að
hún var samin á tímabihnu 1922 til 1932 og að mestu leyti í París. Á
þeim árum dvaldi Asturias þar og hreifst hann mjög af súrrealistunum
frönsku, sem einmitt þá voru upp á sitt besta, og sér þess stað í Forseta
lýðveldisins. Bókin var þó ekki gefin út fyrr en 1946, líkast til vegna
pólitískra aðstæðna í Guatemala.
Skáldsaga þessi gæti við fyrstu sýn virst einfalt ádeiluverk, því að
ádeilan í verkinu er býsna augljós. Hún fjallar fyrst og fremst um ógnar-
sljóm í ónefhdu landi og um fólk sem býr við slíkar aðstæðm'. En þótt ljóst
sé að verið er að deila á harðstjóm, er máhð samt ekki alveg svona einfalt.
Hvorki er dregin upp raunsönn lýsing á einræði, og þá ekki þjóðfélagsleg,
né em þegnamir saklaus fómarlömb þess. Asturias er ekki aðeins í mun
að kanna eðli sjúklegs valds, sem kollvarpar hfi manna eins og hendi sé
veifað og meira að segja smeygir sér inn í sálarfylgsnin, heldur og það sem
af því leiðir, ótta. Ottinn er það afl sem tengir persónumar saman, og er
hann jafnframt bindiefhi verksins. Svo virðist sem lesandanum sé ekki
ætlað að skilja gangverk einræðis eða taka rökræna afstöðu til þess,
heldur „upplifa“ skelfilega martröð. Nær hún út yfir allt sem hægt er að
hugsa sér. í því skyni laðar Asturias fram með ýmsu móti draumkennt
andrúmsloft. Stimdum er þvl beinlínis otað að lesandanum. Persónumar
em haldnar óráði, eða svífa einhvers staðar milli svefns og vöku, sjá
jafnvel sýnir. Auga á hverjum fingri, eða lúnn foma guð Tohil. Einnig er
beitt því bragði að persónugera náttúruna og líkja eftir hljóðum (sem erfitt
er að halda í þýðingu).
Sagan hefst einmitt á hljóðlíkingu, verið er að kalla til bæna og í
mörgum línum er líkt eftir klukknahljómi: „. . . j Alumbra, lumbre de
alumbre, Luzbel de piedralumbre\“* 2 „. . . Brenn þú ljós af eldi, Lúsífer,
steinstjama!"3. Verkinu lýkur einnig á klukknahringingu og bæn:
— Fyrir öllum dauðvona og vegvilltum [. . .] fyrir öllum þeim sem ofsóttir
eru [. . .] fyrir öllum þörfum hinnar heilögu kirkju og vorum eigin
Allar tilvitnanir og blaðsíðutöl miðast við þessar útgáfur.
^ El SeHor Presidente, bls. 7.
3 Forseti lýðveldisins, bls. 7.
14