Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 18
Alfrún Gunnlaugsdóttir
forsetans. Nokkuð svipað gildir um brúðuleikstjórann Benjamín, sem hefur
alla strengi brúðanna sinna í höndum sér og togar í, líkt og forsetinn gerir.
Atburðarás sögunnar er fremur veikburða, enda eru margar persónur
kallaðar til hennar, jafnt af hámn stigum sem lágum. Auk þess er í
nokkrum mæli brugðið á það ráð að setja atburði á svið í stað þess að
segja frá þeim, og fyrir vikið verður sagan brotakennd. Ætlunin með þessu
er þó auðvitað sú að bijóta frásögnina upp. Helst spinnst söguþráður milli
þriggja persóna, hershöfðingjans Canales, dóttur hans Kamilu og gæðings
forsetans sem heitir Miguel Cara de Angel. Örlög þessara persóna fléttast
náið.
Canales hershöfðingja varð það á að segja í ræðu: „Hershöfðingjamir
em furstar landvamarliðsins“ (bls. 91). Forsetinn gat aldrei fyrirgefið
honum þau orð og beið færis á að klekkja á honum. Svo þegar einn
tryggasti vinur forsetans, ofursti að nafhi Parrales Sonriente, er kyrktur af
fávitanum Pelele (sem raunar gerist í upphafi sögu), rennur stundin upp.
Það væri líka ótækt ef út spyrðist að ofurstinn hefði dáið svo háðulegum
dauðdaga. Þess vegna er sökinni komið á Canales og hún færð í
stórkostlegar umbúðir. Hann á að vera potturinn og pannan í samsæri
gegn ríkinu. Forsetinn fær gæðing sinn, Cara de Angel, til að vara Canales
við og fá hann til að flýja. Hann sé fallinn í ónáð. Ætlun forsetans er sú að
láta skjóta Canales á flóttanum. Um það fær Cara de Angel ekki að vita
þótt hann viti lengra en nef hans nær. Canales og Cara de Angel koma sér
saman um „flóttaaðgerð" til að leika á lögregluna sem gætir húss þess
fyrrnefnda, einmitt til að tryggja að flótti hans mistakist. Samkvæmt
áætlun þeirra á Cara de Angel að koma undan dótturinni Kamilu, og
virðist Canales treysta honmn fullkomlega til þess. Cara de Angel ætlar
vissulega að sjá um stúlkuna, meira að segja fylgja henni til ættmenna
sinna, en ekki fyrr en hann sé búinn að fá að njóta líkama hennar.
í samræmi við áætlun þeirra Canales og Cara de Angel stígur Kamila
mn miðja nótt út á svalir og æpir á hjálp, það séu innbrotsþjófar á ferli í
húsinu. Eins og til var ætlast hlaupa lögreglmnennirnir af verðinum og inn,
og í ringulreiðinni sem skapast tekst Canales að flýja, þvert ofan í
ráðagerð forsetans. Cara de Angel bjargar Kamilu bmd og hraðar sér með
hana á sóðalega krá í nágrenninu til að njóta ávaxtar „erfiðis" síns. En
þegar á hólminn er komið treystir hann sér ekki til þess, svo að ekki er
honum alls vamað. Ættingjar Kamilu snúa bakinu við henni, eins og við
var að búast, og hún verður alvarlega veik, en fær að liggja á kránni
sóðalegu vegna hjartagæsku kráareigandans. Þá er það að ástin læðist að
Cara de Angel, fyrst í líki vorkmmsemi, síðan iðrast hann þess sem hann
16