Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 19
Með ófugum fonnerkjum
hefur gert og telur sig eiga sök á hvemig komið sé fyrir Kamilu. Hann má
ekki til þess hugsa aö hún kunni að deyja. Og fer á stúfana til að gera
góðverk í því augnamiði að mýkja drottin almáttugan. Seinasta hálmstráió
er svo gifting, þótt Cara de Angel ákveði hana ekki sjálfur. Hann gengur að
eiga Kamilu við dyr dauðans í von um að kraftaverk gerist. Og það gerist
„kraftaverk“. Kamilu batnar og ástin fer aó blómstra. Með þessu uppátæki
sínu, að kvongast dóttur óvinar ríkisins, gengur Cara de Angel í berhögg
við vilja forsetans og veit að hann er álitinn svikari. Hami fyllist ótta og
tortryggni en heldur samt áfram að hlýöa rödd húsbóndans. Honum verður
hugsað með nöpm háði til Descartes: „Eg hugsa með höfði forsetans, þess
vegna er ég til. . .!“ (bls. 370). Ekki gerir Cara de Angel þó neitt til aó
breyta aðstæðum sínum, né reynir hann að flýja. A hinn bóginn býður
forsetinn honum upp á undankomuleió, að fara fyrir sig í sendiför til
Washington. „Flótta" Cara de Angel svipar því til „flótta“ Canales, í
báðum tilvikum á forsetinn frumkvæöió, og er Cara de Angel sér meó-
vitandi um það. Vonar samt að hann komist á leiðarenda heill á húfi.
Dauódagi þeirra Canales og Cara de Angel er einnig hliðstæður
Canales öðlast nýja þjóðfélagssýn þegar búið var að svipta hann ein-
kennisbúningnum, hann neyðist til aó hætta aó hugsa með kaskeitinu og
fara aó nota höfuðið Það leiðir hann á vit „goósögu". Canales ætlar hvorki
meira né minna en stofna til þjóðfélagsbyltingar. I „útlegóinni“ rétt handan
við landamærin þjálfar hann her, fátæka indjána sem sviptir höfóu verið
jöróum sínum og fylgdu honum vegna loforöa hans. En auðvitað höfðu þeir
aldrei nálægt hermennsku komió. Daginn sem Canales ætlar aó leggja í
sína fyrstu herför, les hann í dagblaói að dóttir hans hafi gifst og forsetinn
verið svaramaður hennar.4 Ekki kemur þetta alveg heim og saman vió
sannleikann, því að giftingin hafði farið fram á kránni sóðalegu og var
forsetinn víðsQarri. Með þessari lygafregn sem forsetinn lætur birta, slær
hann tvær flugur í einu höggi. Hann nær sér niöri á þeim Canales og Cara
de Angel. Hershöfðinginn var ekkjumaður og elskaði dóttur sína ofar öllu
öðru Honrnn verður um megn aó uppgötva, að búið var að saurga þaö sem
honum hafði verið helgast.
Hann finnst liggjandi fram á dagblaóið og er látinn.
Eins og að líkum lætur komst Cara de Angel aldrei til Washington.
Þegar hann ætlar að að stíga út úr lest og fara um boró í skip, er hann
tekinn fastur af manni sem hann hafði gert góóverk á í veikindum Kamilu.
„Góðverkið“ snýst gegn honrnn. Annar maóur líkur Cara de Angel er látimi
I ísl. þýð. stendur aðeins að hann hafi verið viðstaddur.
17