Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 23
Með öfugum fonnerkjum
þegar hann var drengur, en í misgripum fyrir annan. Eins og herdómarinn
var framlenging á forsetanum, eru ráðsmaður Pedro og lögfræðingur hans
framlenging á honum. Annar sér um ofbeldið. Hinn sér um að það fái á sig
löglegt yfirbragð. Auk þessara dánuverka dregur Pedro konrn- á tálar, á
böm í nánast hverju húsi, sem hann skiptir sér ekkert af. Helst að hann
haldi þeim undir skím. Völd sín notar hann svo til að kúga alla í Comala
og er presturinn á staðnum, séra Rentería, þar ekki imdanskilinn. Þetta er
þó aðeins ein hlið á manninum, og er það sú sem út snýr. Hann á sér líka
aðra hlið, sem snýr innávið, og þar er að finna örlítið finni drætti. Um er að
ræða ást hans á Súsönu San Juan. Þegar hann loks fær konuna til sín,
með valdi auðvitað, virðist hún orðin geðveik. Og sé hún það ekki, þykist
hún vera það.
Sé hlutur Pedro Páramo í sögunni dreginn saman með þeim hætti sem
hér hefur verið gert, og sagan túlkuð með tilliti tii þess, væri hún með
afbrigðum hvunndagsleg. Vondi og ríki landeigandinn sem engu þyrmir var
algengt efni í skáldsögiun frá Suður-Ameríku. Persónan Pedro Páramo
bætir þar engu við. Munurinn er þó sá að fyrrgreindar sögur vom að jafnaði
skrifaðar í raunsæisanda, og yfir þeim svífur ekki ósjaldan annar andi. Sá
pólitíski. Þessu er ekki til að dreifa í sögunni Pedro Páramo.
Staðurinn Comala er hvergi til á landabréfi, þetta er ímyndaður
staður, rétt eins og landið í Lýðveldi forsetans, en hefur þó fastara
jarðsamband að því leyti að fram kemur, að hann er einhvers staðar að
finna í Mexikó. Sést það best á því að byltingin mexikanska kemur lítillega
við sögu, en aðeins til að sýna hvemig landeigendm- eins og Pedro Páramo
færðu sér hana í nyt og eiginlega „keyptu" hana. Hvað Comala varðar var
byltingin lítið annað en vindhögg, enda byltingarmennimir auðkeyptir.
Adeila í garð mexikönsku byltingarinnar var ekki ný af nálinni í
skáldsagnagerð Mexikóbúa, en stangaðist auðvitað á við hina opinberu
mynd sem löngum var haldið á lofti af henni.
Spm-ningamar sem fræðimenn varpa gjarnan fram varðandi túlkun á
þessu verki, em í grófum dráttum tvær. Er Rulfo að fjalla um Mexikó á
ákveðnu söguskeiði og þá með þjóðfélagsádeilu í huga? Eða ætti að túlka
verkið með hhðsjón af almennari skírskotun, svo sem stöðu mannsins í
heimimun?
Sagan hefst ekki á Pedro Páramo heldur syni hans, Juan Preciado. Og
segir Juan sjálfur frá. Ekki er ljóst framan af við hvem hann er að tala, og
saklaus lesandinn heldur að hann beini máli sínu til sín. Móðir Juan,
Dolores Preciado, sem hafði verið gift Pedro, fær hann til að lofa því rétt
áður en hún deyr að hann skuli fara til Comala og leita uppi foður sinn:
21