Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 25
Með öfugum fonnerkjum
hnígur hann niður og deyr. Hann er á því að raddimar og bergmálið hafi
deytt sig. Eða það segir Juan síðar þegar hann er kominn ofan í gröf og á í
hrókasamræðum við konu, Doróteu að nafhi, sem hafði hjálpað til við að
jarða hann, en dó svo stuttu síðar. Hún liggur í fanginu á honum. A þessu
stigi málsins verður ljóst að Juan Preciado hefur ekki verið að segja
lesandanum frá, eins og lesandinn kann að hafa haldið fram að þessu,
heldur talar hann við Doróteu. Og var dauður þegar hann hóf frásögn sína.
Inn í frásögu Juan Preciado er fléttað öðrum sögum, öðmm „röddum"
Ein er þó ágengust, og beinir að nokkm leyti máli sínu til konu sem heitir
Súsana:
Eg hugsaði um þig, Súsana. (bls. 13)
Daginn sem þú fórst \ússi ég að við átturn ekki eftir að hittast. (bls. 21)
Maður velkist lengi í vafa um hver talar, en loks rennur upp fyrir manni að
það er sjálfur Pedro Páramo. Vafinn kemur til af því að angurvær og
saknaðarfull röddin virðist lítið eiga skylt við voðamennið Pedro. Og röddin
skýrir ástæðuna fyrir ofbeldisverkunum. Þau stöfuðu ekki einfaldlega af
grimmd, hefndarhug eða karlmennskutilburðum, heldur áttu sér dýpri
rætur, meðal annars í fátækt:
I þijátíu ár beið ég eftir að þú, Súsana, kæmir aftur. Ætlun mín var að
slá hendi minni á allt. Ekki bara á sumt lieldur allt sem hægt væri að
eignast uns öll löngun hyrfi, nema ástríðan eftir þér. (bls. 81)
Samhliða þessum frásögum er kallaður til þriðji sonur Pedro Páramo,
Miguel, sem ekki stendur foðttr sínum að baki hvað illvirki varðar, og lætur
faðirinn þau auðvitað óátalin. í hans augum eru þetta aðeins strákapör.
Miguel dó þó ekki fyrir hendi eins eða neins. Hann hleypti hesti sínum yfir
gijótvegg og steyptist af baki. Séra Rentería hafði komið með hann
nýfæddan til Pedro og beðið hann að annast hann þar sem móðir hans
væri dáin. Miguel átti svo eftir að deyða bróður séra Rentería og nauðga
dóttur hins látna. Þrátt fyrir það tekur séra Rentería við gullpeningum úr
hendi Pedro Páramo, sem biður prestinn um að fyrirgefa þessum látna
syni sínum „eins og guð hefur kannski fyrirgefið honum“ (bls. 27).
Peningamir valda prestinum sálarkvöl, enda minna þeir á aðra svika-
peninga:
Eg fae ekkert frá hinum snauðu. Bænir seðja ekki magann. Þannig hefur
þetta verið til þessa. Og hér sjást afleiðingarnar: sekt mín. (bls. 31)
Eftir að Juan Preciado er kominn í gröfina ásamt Doróteu, um miðbik
sogunnar, fer minna fyrir honum en áður. Á hinn bóginn fer meira fyrir
Súsönu San Juan og Pedro Páramo. Byltingin mexikanska kemur einnig
við sögu. Pedro tekst loks að fá Súsönu til sín eftir biðina löngu, en þó ekki
23