Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 26
Alfrún Gunnlangsdóttir
fyrr en hann var búinn að láta myrða föður hennar, sem flakkaði um með
hana eftir aö maður hennar Florencio dó. Samt er ekki víst að Florencio
hafi dáið, gat eins vel hafa yfirgefið hana, en henni er að minnsta kosti
sagt að hann sé dáinn. Ekkert kemst að í liuga hennar nema Florencio.
Við hann talar hún í gröfinni, þótt hann sé hvergi nærri, og það gerði hún
einnig í lifanda lífi meðan hún var til húsa hjá Pedro Páramo. Pedro horfði
á hana liggja í mmi sínu og engjast, en vissi ekki að hún var að hugsa um
Florencio. Hann náði aldrei sambandi vió liana hvemig sem hann reyndi,
og stóð ráóþrota gagnvart henni. Hi'm er álitin geðveik, en hafi hún verið
það, var það á einkennilega meðvitaðan hátt. Faðir hennar, Bartolomé,
spyr iiana:
Ertu vitskert?
— Vitaskuld, já, Bartoloiné. Vissirðu það ekki? (bls. 84)
Hugsanlegt er að Súsana veijist Pedro með sturlun sinni, skjóti sér bakvið
hana. Svo virðist sem hún hafi átt með Florencio ólýsanlegar sælustimdir.
Hami var lífið. Astin Þegar séra Rentería kemur til hennar skömmu fyrir
andlátið í því augnamiði að sakramenta hana, rekur hún tunguna út úr
sér hálfsofandi, tekur við oblátunni og segir: „Við höfum stundum verið
hamingjusöm, Florencio“ (bls. 109-110). Áður var ln'rn búin að lýsa því yfir,
að vísu ekki við prestinn, að hún tryði aðeins á helvíti (bls. 109).
Þegar Súsana deyr taka kirkjuklukkurnar að hringja, og er ætlun
Pedro sú að efna til margra daga sorgarhátíðar. Aldrei þessu vant fær
hann ekki vilja sínum framgengt. Sorgarhátíðin snýst upp í gleðihátíð. Og
er það að vissu leyti í samræmi við þá gleði og lífslöngun sem Súsana hafði
til að bera ineðan Florencio var hjá heimi. Allir daufiieyrast við sorg Pedro
Páramo:
Haun sór að hann skyldi liefna sín á Comala:
—Eg held að mér hönduni og Comala deyr þá úr snlti.
Og liann stóð við orð sín. (bls. 116)
Er líður aó lokum verksins kemur í ljós, að allan tímann sem Pedro var að
liugsa um og „tala við“ Súsönu, sat hann einn og yfirgefinn í stóli við
innganginn á búgarði sínum, Hálfu tungli. Þá gamall orðinn. Og þegar
eintali lians við Siisönu, sem var fyrir löngu dáin, er nánast lokið, muldrar
hann: „Bráðum kemurðu. Bráðum" (bls. 117). Og á þá væntanlega við
dauðann. Dauðinn kemur til hans í líki Abundio, sonar hans, sem Juan
Preciado hitti í upphafi sögu (hvað rétta tímaröð varðar ætti frekar að
segja, á eftir að hitta). Abundio hafði misst konu sína og þarf að fá aura til
að geta greftrað hana. Á vegi hans verður Damiana, ráðskona Pedro, og
sinnir hún ekki beiðni hans. Hann stingur liana með hnífi. Hins vegar er
24