Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 28
Alfrún Gunnlaugsdóttir
Juan Preciado“ (bls. 66). Ekki verður sagt um Doróteu að hún haldi í
hefðbundnar kristnar hugmyndir, og á það við um verkið í heild. Augljóst
er þó, að við dauðann skilur sálin við líkamann og fer á eins konar
fortíðarflakk. Á hinn bóginn „lifir“ hulstrið eða líkið í nútíðinni. Að minnsta
kosti hefur Dorótea brennandi áhuga á að hlera eftir því sem nágranni
hennar í kirkjugarðinum, Súsana San Juan, er að segja. Og þau spjalla
saman, hún og Juan Preciado líkt og lifandi væru. Með þessum einfalda
hætti eru líf og dauði látin hverfast saman, það sem var og er.
Venjubundnum hugmyndum okkar varðandi þetta atriði er snúið á hvolf
En endaskipti eru höfð á fleiru í verkinu, og hafa fræðimenn einkum
beint sjónum að einstökum skírskotunum til Biblíunnar8 og í því
sambandi nefnt, að Juan Preciado leggi upp í ferð í leit að fyrirheitna
landinu. Eða glataðri paradís. Og hann leiti foður sem alvaldur sé í heimi
Comala. Einnig hefur verið bent á að Donis og systir hans séu Adam og
Eva, úrkynjuð útgáfa af þeim. Engin hætta sé á að þau verði rekin burt,
enda sitji þau fóst í Comala og komist hvergi. Væntanlega er átt við með
því að áður fyrr dreifði fólk sér og eignaðist böm. Nú er það aflt horfið og
engir til að viðhalda lífrnu. Ennfremur hefur verið á það bent að dauðinn
veiti engum hvíld. Þvert á móti virðist sem íbúar Comala taki út refsingu
fyrir syndir og nokkuð sé á huldu með hveijar þær séu. Aðeins Súsana San
Juan fari með sigur af hólmi. Með sinni holdlegu og ótakmörkuðu ást á
Florencio sigri hún helvíti, syndina og hinn líkamlega dauða. Verkið fjalli
um vegferð eða pílagrímsferð mannsins hér á jörðu. Comala sé nokkurs
konar heimur í hnotskum.
Hægt er að vera sammála þessmn túlkunum svo langt sem þær ná, en
þó ekki að öllu leyti. Sagan gerist í Mexikó á vissu tímaskeiði, í lok
seinustu aldar og vel fram yfir byltinguna. Vísað er til ákveðinnar
samfélagsgerðar og sögulegra atburða. Framhjá þessu verður ekki litið,
þótt vafasamt væri að túlka verkið eingöngu með tilliti til svo
jarðbundinna þátta.
Pedro Páramo er sannarlega miðdepill verksins. Eins og var með
forsetann í verki Asturias, er hann öxullinn sem aðrar persónur snúast
mn, enda lúta þær vilja hans. Hann brýst til valda með ofbeldi og kaupir
aðra eða hræðir þá til fylgis við sig. Óttinn er hans vopn, sama vopnið og
forsetinn beitti í sínu lýðveldi. í eina skiptið sem aðrir „hlýða“ ekki Pedro,
kaflar hann yfir algjöra eyðingu. Og situr svo yfir riistmium líkt og refsiguð.
Ekki fer milli mála að Pedro Páramo er eyðingarafl, eins og forsetinn, allt
® Sjá González Boixo, Claves narrativas de Juan Rulfo, León 1983, bls. 77-
81. Einnig D.L Shaw, tilv. rit, bls. 134-135.
26