Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 30
Alfrún Gunnlaugsdóttir
Menn ganga tálsýninni á hönd. Það hefur í för með sér að tengsl þeirra við
aðra verða einhliða. Svo virðist sem þeir elski sjálfa sig í öðrum.
Gagnkvæm samskipti eru ekki til. Enn síður raunveruleg ást. Og
einmanaleiki verður hlutskipti þeirra. Ástleysi og einmanaleiki leiða til
ófijósemi og eyðingar. Hvorki er fyrir hendi „raunverulegur dauði né
raunverulegt líf‘, eins og guðinn Tohil orðaði það.
III.
Slegið er á svipaða strengi í skáldsögunni Hundað ára einsemd eftir
Gabriel García Márquez, sem er frá Kolombíu (f.1928). Sú bók kom út árið
1967. Sé að finna einhvers konar nauðhyggju í bókunum tveimur, sem búið
er að íjalla um, er hún augljósari í þessu verki, enda frásögnin að mestu
leyti borin uppi af sögumanni sem hefur yfirsýn yfir hana og þekkir innviði
alla. Kemrn- það íram þegar í fyrstu setningu bókarinnar:
Á meðan Aureliano Buendía liðþjálfi stóð andspænis aftökusveitinni átti
hann eftir að minnast löngu liðna kvöldsins, þegar faðir hans leiddi
hann sér við hönd og sýndi honum ísinn. (bls. 7)
Sagan gerist í ímynduðum bæ, Macondo (sem raunar er til staðar í fleiri
sögum eftir García Márquez). Sagt er frá stofnun bæjarins, uppgangs-
tímum hans, en þó öllu heldur niðurleið, því að fljótlega fer að halla undan
fæti. Enga „aðalpersónu" er að finna í verkinu, um er að ræða sögu ættar-
innar Buendía, viðgang hennar og misjafnt lífshlaup meðhmanna, þangað
til aðeins einn er eftir og ferst hann með bænum. Ættin sem heild eða
eining verðm enn meira áberandi fyrir þá sök að skímamöfn manna em
endurtekin kynslóð fram af kynslóð. Konur bera einkum nöfnin Úrsúla,
Amaranta eða Remedios, en karlamir nöfnin José Arcadio eða Aureliano.
Ýmis tilbrigði em svo til af nöfhunum. Til dæmis heita tvíburar í þriðja
ættlið José Arcadio yngri og Aureliano yngri, og seinasta kona ættarinnar
sem eignast afkvæmi nefnist Amaranta Úrsúla.
Margt verður þess valdandi að bærinn Macondo er reistur. Þegar Úrsúla
Iguarán og José Arcadio ganga í hjónaband, eins og til var ætlast af þeim,
vita þau að þau era skyld. Jafnframt vissu þau að einn afkomandi beggja
ættanna hafði fæðst með svínshala. Úrsúla neitar að fullkomna hjóna-
bandið af ótta við að eignast slíkt bam. Skírlífi hennar verðvu- til þess að
Pradencio nokkur Agrnlar vænir José Arcadio um skort á karlmennsku.
José Arcadio rekur manninn í gegn með spjóti afa síns og neyðir Úrsúlu til
að láta af skírlífmu. Hvort atvik um sig vísar myndrænt til hins. Eftir það
fara hjónakomin að sjá Pradencio í tíma og ótíma. Að lokum tekur José
28
1