Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 31
Með 'ófugum formerkjum
Arcadio af skarið, harni ákveður að flytjast burt til að losna við vofu
Prudencio. Og vonda samvisku. Hann var aldrei sóttur til saka fyrir
morðið, líkast til vegna þess að hann gerði ekki annað en verja „heiður“
sinn.
Úrsúla og José Arcadio fara ekki ein. Þeim fylgja vinir með sínar
Qölskyldur, allt ungt fólk. Það flakkar vun í leit að hafinu en verður að
gefast upp á leitinni og sest loks að á bökkum fljóts þar sem það byggir
bæinn Macondo. José Arcadio er framan af ungur ættfaðir og Úrsúla
ættmóðirin unga. í bænum ríkir allgóðm- friður og eining. En fyrr en varir
heldur heimurinn fyrir utan innreið sína. Fyrst koma sígaunar og með
þeim hinn dularfulli Melkíades. Hann lumar á fomri þekkingu sem íbúar
Macondo virðast ekki hafa haft veður af. Þekking Melkíadesar verður til
þess að José Arcadio uppgötvar eftir æma fyrirhöfh og mikla útreikninga
að jörðin er hnöttótt. Elsti sonur íjölskyldunnar, José Arcadio, hleypur að
heiman, Úrsúla fer að leita hans og kemur aftur til Macondo sonarlaus, en
með fólk sem hafði slegist í för með henni. Það kemur á fót verslun og
verslunarleiðir opnast, það er að segja tengsl við umheiminn. Uppgötvun
José Arcadio og framtak Úrsúlu minnir óneitanlega á tíma endurreisnar-
innar.
Telpan Rebekka kemur til Macondo og fær inni hjá Úrsúlu og José
Arcadio. Hún smitar fólk af svefnleysispest. Pestin hefur ekki aðeins í för
með sér andvökur, heldur og minnisleysi. Til að verjast því grípur ætt-
faðirinn José Arcadio til þess ráðs að merkja hluti og dýr. En þá snýr
Melkíades aftur til Macondo og tekst að vinna bug á sjúkdómnum. Vegna
elli verður hann svo fyrsti maðurinn sem deyr í bænum. En áður en hann
dó fór hann að rýna í spádómsrit Nostradamusar og pára sjálfur á bókfell
óskiljanlegt letur.
Eftir andvökupestina halda innreið sína í bæinn ýmsar stofhanir sem
einkenna hið ónefnda land sem Macondo tilheyrir. Fulltrúi ríkisstjómar-
innar kemur þangað í líki fógeta. Macondobúar höfðu ekki áður kynnst því
að einhver teldi sig ráða yfir öðrum. Fógetinn er ekki aðeins yfirvald, hann
læðir einnig að mönnum ákveðinni mynd af yfirvaldi sem treður vilja sínum
upp á aðra með vopnum. í skjóli flokkspólitískra hugmynda.
Syndin kemur til Macondo í kjölfar kirkjunnar. Menn höfðu verið vita
grandalausir um að þeir lifðu í synd og töldu sig geta „rætt málefni
sálarinnar við guð milhhðalaust og losnað við bölvun dauðasyndarinnar“
fbls. 74). Það var fógetinn sem fékk prest til að koma, að vísu aðeins til að
gifta dóttur sína, en syndugt lífemi íbúanna varð til þess að presturinn
ílentist. Illa gekk honum þó að sannfæra þá um „takmarkalaust vald
29