Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Síða 32
Álfrún Gunnlaugsdóttir
guðs“ bls. 74). Þeir sannfærðust ekki fyrr en hann hafði teygað í sig
rjúkandi heitt súkkulaði og lyfst tólf sentímetra frá jörðu. Trúin skýtur þó
ekki rótum í Macondo, að minnsta kosti ekki innviðir hennar. Hún verður
lítið annað en guðshúsið og hkneskjur þess. Fólk ruglaðist í ríminu vegna
þess að pólitísku flokkamir tveir sem tókust á um völdin í landinu, og létu
til sín taka í Macondo, voru á öndverðum meiði í trúmálum. íhaldsmenn
töldu sig hafa fengið vald beint frá guði, en frjálslyndir vom fylgjandi því að
hengja presta í gálga.
Hið „gamla“ einingarsamfélag í Macondo fer að leysast sundur við
komu yfirvaldsins. Einnig koma að utan ýmsar tækninýjungar, svo sem
tónlist (með grammófóninum) og kvikmyndir. Einn af Buendíaættinni á þó
heiðurinn af að jámbraut er lögð til bæjarins, en það hefur síðar í för með
sér að hann fyllist af utanaðkomandi fólki, þar á meðal Bandaríkja-
mönnmn, sem koma á laggimar bananarækt í stórum stíl.
Láfið í Macondo gengur eiginlega gegnum fjögur tímaskeið:
1. Bærinn verður til og viss eining ríkir.
2. Uppreisnir bijótast út.
3. Bandaríkjamenn koma til að rækta banana.
4. Eftir brottför þeirra hnignar bænum uns hann eyðist, og hnignar
þá Buendíaættinni einnig.
Þótt rangt væri að segja að kyrrstaða ríki á skeiði 1 og 4, er samt eins og
tíminn standi í stað. Munurinn er þó sá, að á skeiði 1 em menn áijáðir f,
einkum ættfaðirinn José Arcadio, að komast í samband við umheiminn og
öðlast nýja þekkingu. Eins og áður sagði voru uppfinningarnar sem
sígaunarnir og Melkíades komu með orðnar „gamlar“. Gervitenmm,
kompás og segulstál höfðu fyrir löngu sést annars staðar. Ahuginn og
forvitnin sem einkennir bæjarlífið á skeiði 1 er síður fyrir hendi á skeiði 4.
Og þegar sígaunamir koma aftm- með sömu gömlu „nýjungamar“ og í
upphafi, vekja þær sömu hrifningu. Það er eins og bærinn flytjist aftur til
fortíðarinnar. Nema í upphafi var nýjabrum á bænum, í lokin er hann
aðeins svipur hjá sjón. Ástæðan fyrir því að nýjimgar sígaunanna hrifu
menn aftur eftir margar kynslóðir er sú, að íbúar Macondo em nánast
búnir að gleyma því sem gerðist á skeiði 2 og 3. Og það sem verra er, kæra
sig ekki um að muna.
Á skeiði 2 og 3 gerast atbmðir sem verða þess valdandi að bærinn
Macondo, og þá mn leið fulltrúar hans, Buendíaættin, dregst inn í hringiðu
30