Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1994, Page 33
Með öfugurn formerkjum
sögulegra aðstæðna eða famvindu. Þessar aðstæðm- má að nokkru leyti
heimfæra til sögu Kolombíu.9
Hvað skeið 2 varðar er vísað til átaka sem áttu sér stað í Kolombíu á
tímabilinu 1885-1902 milli frjálslyndra (liberales) og íhaldsmanna
(conservadores). Eftír nokkur átök og misheppnaðar uppreisnartilraunir
vmdirrituðu báðir aðilar íriðarsamning á búgarðinum Neerlandia. Pottur-
inn og pannan í uppreismmum var liðsforingi að nafni Rafael Uribe Uribe.
Aureliano Buendía, næstelsta bam José Arcadio og Úrsúlu „stóð fyrir
þijátíu og tveimur vopnuðum uppreisnum og tapaði þeim öllum“ (bls. 92).
Sinn íriðarsamning undirritar Aureliano í þorpinu Neerlandia (í ísl. þýð.
Niðurland). í örfáum atriðum minnir liðsforinginn Aureliano á liðs-
foringjann Uribe, nema Uribe tók þátt í mun færri uppreisnum. En það
sem knúði áfram mennina tvo var ekki það sama, enda var armar af holdi
og blóði, hinn er persóna í skáldskap. García Márquez vísar til sögu
heimalands síns, en leyfir sér að leysa hana upp og laga að kröfum
skáldskaparins. Aurehano leggur ekki af stað í stríð vegna pólitískrar
sannfæringar um ágæti frjálslyndra, eins og Uribe virðist hafa gert, heldur
vegna grimmdar íhaldsmanna. Uppreisnirnar breyta þessum annars
friðsama manni og hann lokast inni í einsemd valdsins, líkt og forsetinn og
Pedro Páramo gerðu. Sú einsemd leiðir til ótta. Aureliano ákveður „að
enginn, ekki einu sinni Úrsúla, mætti koma nær sér en í þriggja metra
fjarlægð. Hann hreykti sér í miðjum krítarhring sem aðstoðarmenn hans
drógu hvar sem hann var staddur“ (bls. 145). Eftir undirritun friðar-
samningsins eyddi Aureliano ævidögunum í að smíða gullfiska sem hann
seldi fyrir gullpeninga. Peningana bræddi hann svo til að smíða nýja fiska.
Sem sé, eins konar hringur þótt ekki sé krítin til staðar.
Með jámbrautinni koma Bandaríkjamenn og hefst þá í Macondo það
tímabil sem við höfum nefht skeið 3. Þetta eru uppgangstímar fyrir marga
bæjarbúa, til dæmis stórgræðir annar tvíburabróðirinn af Buendíaættinni,
Am-ehano yngri. Hinn tvíburabróðirinn, José Arcadio yngri, gerist verkstjóri
hjá bananafélaginu. Uppsveiflunni í bænum fylgir gróðafikn, öU venjuleg
gildi og viðmiðun hverfa. Á mannskapinn rennur æði. Og útlit bæjarins
tekur stakkaskiptum:
Breytingarnar urðu svo örar á stuttum tíma að átta mánuðum eftir komu
mister Herberts gátu garnlir íbúar Macondos risið árla úr rekkju og farið
í kynnisferð um sinn fæðingarbæ. (bls. 199)
9
Sjá L.I. Mena, La función de la historia en „Cien anos de soledad"
Barcelona 1979.
31